„Gaman að setja upp mismunandi gleraugu og skoða mat“

Jón B. K. Sigfússon matreiðslumeistari á Friðheimum á heiðurinn af …
Jón B. K. Sigfússon matreiðslumeistari á Friðheimum á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Jón K. B. Sig­fús­son mat­reiðslu­meist­ari til margra ára­tuga á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Hann hef­ur komið víða við í gegn­um tíðina. Hann hef­ur starfað á stór­um og smá­um veit­inga­stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu og á lands­byggðinni en teng­ir sig við Friðheima í Blá­skóga­byggð sem er hans heima­byggð. Þar hef­ur hann starfað frá því aðmót­taka ferðamanna hófst sam­hliða veit­ingaþjón­ustu.

For­rétt­indi að starfa með fólki sem kem­ur alls staðar að úr heim­in­um

Nú er hann aðeins far­inn að hægja á og stund­ar ekki dag­lega vinnu í eld­húsi en er alltaf með hug­ann við mat og þá sér­stak­lega mat­inn á Friðheim­um þar sem hjartað slær. 

„Það hafa verið for­rétt­indi að starfa hér með fólki sem kem­ur alls staðar að úr heim­in­um og að taka á móti áhuga­söm­um gest­um jafnt inn­lend­um sem er­lend­um. Aðaláhuga­mál minnt er mat­ur í víðu sam­hengi. Mat­ur teng­ist menn­ingu sterk­um bönd­um. Það er mjög gam­an að stúd­era mat út frá ýms­um hliðum. Mat­væla­fram­leiðsla, hrá­efni og aðferðir við mat­reiðslu eru mis­mun­andi eft­ir heims­hlut­um, lönd­um og landsvæðum. Það er í raun gam­an að setja upp mis­mun­andi gler­augu og skoða mat út frá menn­ingu, sögu, þjóðfræði, landa­fræði, mis­mun­andi bragði, smekk og svo fram­veg­is,“ seg­ir Jón sposk­ur á svip.

Tek alltaf ferska ís­lenska vöru fram yfir inn­flutt­ar

„Ef stuðst er við er­lend­ar upp­skrift­ir í mat­reiðslu er yf­ir­leitt auðvelt að skipta út hrá­efni og nýta frek­ar ferskt ís­lenskt hrá­efni úr nærum­hverfi.Til dæm­is má þar nefna fersk­ar kryd­d­jurtir og græn­meti sem ræktað er á Íslandi allt árið. Per­sónu­lega tek ég alltaf ferska ís­lenska vöru fram yfir inn­flutt­ar vör­ur, í því sam­hengi má nefna niðursoðna tóm­ata og sitt­hvað fleira. Einnig er nauðsyn­legt að taka mið af árstíðabundnu fram­boði af hrá­efni. Íslensk mat­væla­fram­leiðsla er í hæsta gæðaflokki í heim­in­um og við þurf­um að styðja við bakið á henni,“ seg­ir Jón enn­frem­ur.

„Þegar kom að því að velja upp­skrift­ir Mat­ar­vef mbl.is vandaðist málið. Þar er mikið úr­val af girni­leg­um frá­bær­um rétt­um, ég á hins veg­ar mjög erfitt með að fara eft­ir ná­kvæm­um upp­skrift­um og í raun veit ég ekki alltaf hvernig veg­ferðin end­ar þegar ég legg af stað í eld­hús­inu,“ seg­ir Jón og hlær.

Hann tók þó sam­an upp­skrift­ir af Mat­ar­vefn­um og út­bjó sinn drauma­vikumat­seðil fyr­ir les­end­ur.

Mánu­dag­ur – Plokk­fisk­baka Lauga­lækj­ar

„Plokk­fisk­ur er viðeig­andi á mánu­degi.“

Þriðju­dag­ur – Osta­fyllt­ar kjúk­linga­bring­ur í rjóma­legi

„Girni­leg­ar kjúk­linga­bring­ur sem bragð er af gleðja ávallt.“

Miðviku­dag­ur – Ítalsk­ar kjöt­boll­ur með mozzar­ella-fyll­ingu

„Ég er hrif­inn af bragðmikl­um og góðum kjöt­boll­um með ít­ölsku ívafi. Ég myndi samt nota Friðheima pastasósu í stað mar­in­era sós­unn­ar.“

Fimmtu­dag­ur – Ljúf­feng­ur þorsk­hnakki

„Mér finnst mjög gott að borða fisk nokkru sinn­um í viku og sér­stak­lega gam­an að leika sér með bragð og áferð.“

Föstu­dag­ur – Grillaður kjúk­ling­ur með fenn­el og sítr­ónu

„Ekta föstu­dags­mat­ur sem gleður bragðlauk­ana.“

Laug­ar­dag­ur – Fiskip­anna með svepp­um og karrí

„Fisk­ur er ávallt vin­sæll hjá mér og mín­um og herra­manns mat­ur á laug­ar­dags­kvöldi.“

Sunnu­dag­ur – Súkkulaðilæri með vanillu og möndl­um

„Læri er góður sunnu­dags­mat­ur og hér er lag að fara al­veg nýja leið með lærið.“




mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert