Spaghettí á 10 mínútum í boði Helgu Möggu

Spaghettí á 10 mínútum með ferskri steinselju og velt upp …
Spaghettí á 10 mínútum með ferskri steinselju og velt upp úr grískri jógúrt. Ljósmynd/Helga Magga

Þessi rétt­ur er ein­stak­lega fljót­leg­ur og bragðgóður og full­kom­inn til að töfra fram á mánu­dags­kvöldi. Þetta er spaghettí velt er upp úr grískri jóg­úrt og ferskri stein­selju og fleiri góðum krydd­um. Elda­mennsk­an tek­ur um 10 mín­út­ur sem er ein­mitt sá tími sem tek­ur að sjóða spaghettíið. Helga Magga heil­su­markþjálfi og áhrifa­vald­ur á heiður­inn af þess­ari upp­skrift sem hún deildi með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram á dög­un­um.

Ef ykk­ur lang­ar að gera rétt­inn mat meiri er upp­lagt að bæta við kjúk­ling auk þess er til­valið að bera fram ferskt sal­at með spaghettí­inu.

Spaghettí á 10 mínútum í boði Helgu Möggu

Vista Prenta

Spaghettí á 10 mín­út­um

Fyr­ir 2

  • 200 g grísk jóg­úrt
  • 2 stk. hvít­lauksrif
  • 1 msk. óreg­anó krydd
  • fersk stein­selja eft­ir smekk
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1 dl vatn
  • 200 g spaghettí

Aðferð:

  1. Sjóðið spaghettíið sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka.
  2. Á meðan það sýður eru hvít­lauksrif­in pressuð og öll­um inni­halds­efn­un­um blandað sam­an í skál.
  3. Gott er að kæla spaghettíið aðeins áður en því er svo blandað út í skál­ina, til dæm­is með því að láta kalt vatn renna á það.
  4. Berið það fram með því sem ykk­ur lang­ar í.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert