Spaghettí á 10 mínútum í boði Helgu Möggu

Spaghettí á 10 mínútum með ferskri steinselju og velt upp …
Spaghettí á 10 mínútum með ferskri steinselju og velt upp úr grískri jógúrt. Ljósmynd/Helga Magga

Þessi réttur er einstaklega fljótlegur og bragðgóður og fullkominn til að töfra fram á mánudagskvöldi. Þetta er spaghettí velt er upp úr grískri jógúrt og ferskri steinselju og fleiri góðum kryddum. Eldamennskan tekur um 10 mínútur sem er einmitt sá tími sem tekur að sjóða spaghettíið. Helga Magga heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur á heiðurinn af þessari uppskrift sem hún deildi með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum.

Ef ykkur langar að gera réttinn mat meiri er upplagt að bæta við kjúkling auk þess er tilvalið að bera fram ferskt salat með spaghettíinu.

Spaghettí á 10 mínútum

Fyrir 2

  • 200 g grísk jógúrt
  • 2 stk. hvítlauksrif
  • 1 msk. óreganó krydd
  • fersk steinselja eftir smekk
  • salt og pipar eftir smekk
  • 1 dl vatn
  • 200 g spaghettí

Aðferð:

  1. Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  2. Á meðan það sýður eru hvítlauksrifin pressuð og öllum innihaldsefnunum blandað saman í skál.
  3. Gott er að kæla spaghettíið aðeins áður en því er svo blandað út í skálina, til dæmis með því að láta kalt vatn renna á það.
  4. Berið það fram með því sem ykkur langar í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka