Skapandi og skemmtilegur jólaleikur fyrir alla sælkera

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup standa að skemmtilegum …
Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup standa að skemmtilegum jólaleik í desember sem allir skapandi sælkerar ættu að taka þátt í. Ljósmynd/Sigurður Möller Sívertsen

Krabba­meins­fé­lagið í sam­starfi við Ban­ana og Hag­kaup standa að stórskemmti­leg­um jóla­leik  sem er svo sannarlega í anda jól­anna. Jóla­leik­ur­inn snýst um að út­búa jóla­leg­an og frum­leg­an veislu­bakka þar sem græn­meti og/​eða ávext­ir eru í for­grunni. 

Þátttakendur eru beðnir koma með útfærslur á framsetningu á grænmeti, kryddjurtum, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða jólaveislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Mark­miðið að hvetja fólk til að borða meira af ávöxt­um og græn­meti

„Við í Krabbameinsfélaginu erum ákaf­lega spennt fyr­ir þess­um bráðskemmti­lega leik sem við stöndum fyrir í sam­vinnu með Bönunum ogHagkaup. Til­gang­ur og mark­miðið með leikn­um er að hvetja fólk til þess að borða meira af ávöxt­um og græn­meti, sér­stak­lega núna fyr­ir hátíðirnar. Það gleym­ist gjarnan innan um allar freistingarnar, jólasmákökurnar og súkkulaðikræsingarnar að fá sér ferska ávexti með.

Þetta bara góð áminn­ing fyr­ir okk­ur öll. Gott að blanda þessu öllu sam­an. Við hvetj­um fólk til þess að taka þátt, vera og leyfa sköpunarkraftinum að blómstra. Það er hægt að út­búa svo frumlega og girni­lega jólabakka með ávöxt­um, græn­meti og kryddjurtum sem fanga bæði augu og munn. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti, skapa nýstárlega og spennandi jólabakka og taka þátt í keppninni sem fram fer laugardaginn 14. desember næstkomandi,“ segir Ása Sigríður Þórisdóttir, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og bætir við að hún sé orðin mjög spennt að sjá listaverkin frá þátttakendum.

„Viðbrögðin í jólaleiknum í fyrra voru alveg frábær og það var virkilega gaman að sjá listrænu grænmetis- og ávaxtabakkana sem prýddu hátíðarborð keppenda. Nú er bara að byrja og finna sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti, kryddjurtir og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Framsetning er frjáls en getur t.d. verið meðlæti á veisluborð, skemmtilega framsettur veislubakki eða máltíð eða bara hvað eina sem þér dettur í hug,“ segir Ása að lokum.

Hvað þarft þú að gera til að vera með?

Skrá þig til leiks á jol@krabb.is fyrir miðnætti  fimmtudaginn 12. desember.

Skilaðu inn þínu framlagi við Hagkaup í Smáralind þann 14. desember, milli kl. 12:30 og 13:00, ásamt innihaldslýsingu. Úrslit verða kynnt þar kl. 14:00.

Reglur:

Nota má hvaða grænmeti, kryddjurtir, ávexti og ber sem er. Flatarmál disks eða bakka má ekki vera meira en 50 x 40 cm.

Vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin:

  1. sæti: Bananar gefa 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 40.000 kr.
  2. sæti: Bananar gefa 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 25.000 kr.
  3. sæti: Bananar gefa 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 15.000 kr.

Einnig verða veitt nokkur aukaverðlaun frá Lemon fyrir skemmtilegar útfærslur.

Töfrandi jólaleyniskógur bar sigur úr bítum í Jólaleiknum 2023

Viðbrögðin við jólaleiknum voru góð og úrslitin voru tilkynnt í Hagkaup Smáralind. Eins og myndirnar sýna þá er hægt að gera skemmtilegar útfærslur án þess að það sé of tímafrekt eða flókið þó vissulega taki sumar hugmyndirnar ögn lengri tíma en aðrar. Sjón er sögu ríkari.

Í fyrra vann þessi bakki sem bar heitið Töfrandi jólaleyniskógur …
Í fyrra vann þessi bakki sem bar heitið Töfrandi jólaleyniskógur og kemur úr smiðju Rūta Vaišvilaitė. Ljósmynd/Sigurður Möller Sívertsen
Annað sætið hlaut Miglė Milinauskaitė fyrir þennan litskrúðuga ávaxta- og …
Annað sætið hlaut Miglė Milinauskaitė fyrir þennan litskrúðuga ávaxta- og berjakrans. Ljósmynd/Sigurður Möller Sívertsen
Í þriðja sæti var þetta fallega og girnilega ávaxtatré eftir …
Í þriðja sæti var þetta fallega og girnilega ávaxtatré eftir Ingibjörgu Pálsdóttur. Ljósmynd/Sigurður Möller Sívertsen
Jólakræsingar voru hinar frumlegustu og þessar fengu til að mynda …
Jólakræsingar voru hinar frumlegustu og þessar fengu til að mynda aukaverðlaun fyrir frumleika og skemmtilegheit. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert