„Maðurinn minn er úrvalskokkur og sér að langmestu um eldamennskuna“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á heiðurinn af vikumatseðlinum að …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Þór­dís Kol­brún nýt­ur þess að borða góðan mat og sér­stak­lega í faðmi fjöl­skyld­unn­ar en hún og eig­inmaður henn­ar, Hjalti Sig­valda­son Mo­gensen, eiga tvö börn og búa þau í Kópa­vog­in­um.

„Okk­ur finnst meiri­hátt­ar nota­legt að fá fólkið okk­ar og vini í mat, hvort sem það er í létt kaffi, bröns eða kvöld­mat, kæru­leys­is­lega af­slappað og heim­il­is­legt,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún um ástríðu fjöl­skyld­unn­ar á mat.

„Und­an­farn­ar vik­ur, og kannski al­mennt bara til að vera al­veg heiðarleg, hafa verið þannig að ég legg lítið af mörk­um við mat­ar­gerð heim­il­is­ins. Maður­inn minn er al­gjör úr­valskokk­ur og sér al­mennt að lang­mestu leyti um alla elda­mennsku á heim­il­inu. Við reyn­um að hafa þetta ein­falt en í holl­ari kant­in­um á virk­um dög­um en leyf­um okk­ur aðeins meira um helg­ar,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún og bros­ir.

Föstu­dags­kvöld­in sér­stak­lega heil­ög

„Ég tek meira að mér bakst­ur­inn, þótt maður­inn minn sé orðinn betri en ég í því líka. Við son­ur minn bök­um gjarn­an sam­an, stund­um bara til að borða deigið, áður en það fer í ofn­inn. Mestu gæðastund­ir fjöl­skyld­unn­ar eru oft í eld­hús­inu. Þar för­um við yfir dag­inn, spjöll­um og njót­um þess að vera sam­an. Föstu­dags­kvöld eru sér­stak­lega heil­ög þegar kem­ur að þessu með heima­gerðar pítsur úr pít­sa­ofn­in­um.“

„Mestu gæðastundir fjölskyldunnar eru oft í eldhúsinu. Þar förum við …
„Mestu gæðastund­ir fjöl­skyld­unn­ar eru oft í eld­hús­inu. Þar för­um við yfir dag­inn, spjöll­um og njót­um þess að vera sam­an.“ mbl.is/​Eyþór Árna­son

Þór­dís Kol­brún gaf sér tíma til að setja sam­an sinn drauma­vikumat­seðil þrátt fyr­ir mikl­ar ann­ir þessa dag­ana og von­ast til að ná ein­hverj­um stund­um við mat­ar­borðið með fjöl­skyld­unni í vik­unni.

Mánu­dag­ur – Ein­fald­ur góður kjúk­linga­rétt­ur

„Ein­fald­ir kjúk­linga­rétt­ir eru klass­ísk­ur kvöld­mat­ur á heim­il­inu. Við vinn­um líka oft með úr­beinuð kjúk­linga­læri. Ég er sjálf ekki al­veg nógu dug­leg að borða prótein og þess vegna reyn­um við að hafa holl­an eða góðan  kjúk­ling í hverri viku í allskyns út­gáfu.“

Þriðju­dag­ur – Las­anja að hætti Evu Lauf­eyj­ar

„Gott las­anja er mjög vin­sæll rétt­ur hjá fjöl­skyld­unni. Við gríp­um gjarn­an í upp­skrift hjá Evu Lauf­eyju vin­konu minni sem er fyr­ir­mynd fjöl­skyld­unn­ar í mat­ar­gerð og bakstri. Mér finnst las­anja vera svona mat­ur sem all­ir eru til í. Á öll­um aldri og klikk­ar aldrei.

Miðviku­dag­ur – Smjör­steikt­ur þorsk­ur

„Á miðviku­dög­um borðum við oft hjá tengda­for­eldr­um mín­um og hún er oft­ast með ein­hvers kon­ar fisk­meti. Það topp­ar auðvitað ekk­ert ís­lensk­an fersk­an fisk og lyk­il­atriðið er að hafa nóg af smjöri með.“

Fimmtu­dag­ur – Góm­sætt takkó

„Ef við erum öll heima á fimmtu­dög­um þá finnst okk­ur mjög gam­an að nota það sem er til í ís­skápn­um til græja gott takkó. Þá vel­ur bara hver það sem hann vill í sitt og all­ir verða ánægðir með út­kom­una. Við höf­um alltaf tamið okk­ur að leyfa börn­un­um að ákveða sjálf hvað þau borða mikið, þótt það fylgi að sjálf­sögðu að það sé ekki ann­ar mat­ur í boði og þá hvenær þau eru orðin södd sem ég tel mik­il­vægt. Þess vegna er gott að hafa eitt­hvað svona eins og takkó sem er í holl­ari kant­in­um, fullt af græn­meti, en samt eru all­ir sátt­ir.“

Föstu­dag­ur – Pítsa með parma­skinku og furu­hnet­um

„Föstu­dag­ar eru nokkuð heil­ag­ir fyr­ir fjöl­skyld­una. Eft­ir langa viku þá græj­um við öll sam­an heima­til­búna pítsu. Þá er ég kom­in í heimagall­ann og við hjón­in opn­um rauðvíns­flösku. Þetta er upp­á­halds­tími vik­unn­ar hjá mér og eft­ir lang­ar og strembn­ar vik­ur er mik­il jarðteng­ing að ná sam­veru­stund í ró­leg­heit­um, spjalli og spila sam­an eða horfa á mynd með nammi.“

Laug­ar­dag­ur – Kálfasnit­sel með ljúf­fengu meðlæti

„Þegar ég var skipt­inemi í Vín­ar­borg kynnt­ist ég ein­um að mín­um upp­á­halds­rétti sem er kálfasnit­sel. Það er fátt sem topp­ar gott snit­sel og meðlæti. Örugg­lega spil­ar inn í hug­hrif­in við tím­ann minn í Vín­ar­borg.“

Sunnu­dag­ur – Mexí­kósk kjúk­lingasúpa og meðlæti

„Eft­ir hafra­graut og sund­ferð sem er fast­ur liður um helg­ar för­um við heim og fáum okk­ur egg, avóka­dó og ís­lenska tóm­ata með góðri olíu og salti. Á sunnu­dög­um för­um við oft upp á Skaga í góðan pabbamat hjá for­eldr­um mín­um. Ef við erum heima  reyn­um við að nýta bara það sem er til og hend­um stund­um í góða súpu. Sér­stak­lega á köld­um dög­um eins og und­an­farið. Við bök­um oft­ast pönnu­kök­ur annað hvort á laug­ar­dög­um eða sunnu­dög­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert