Stormur mætti með fjölskyldufrómasinn frá ömmu Drífu

Stormur kokkaneminn á Fiskmarkaðinum bauð starfsfélögum sínum upp á fjölskyldufrómas …
Stormur kokkaneminn á Fiskmarkaðinum bauð starfsfélögum sínum upp á fjölskyldufrómas eftir ömmu Drífu í desertkeppninni og uppskar sigur úr býtum. Samsett mynd

Þessa dagana eru veitingastaðir landsins komnir í jólabúninginn. Sumir bjóða upp jólahlaðborð, einhverjir bjóða upp á jólamatseðil og sumir jólaseðil til að deila. Margir staðir hafa skapað sé ákveðna hefð þegar kemur að því að þróa og setja saman jólamatseðilinn. Sumir leyfa jafnvel starfsmönnum að velja sína uppáhaldsrétti á seðilinn. Á Fiskmarkaðinum er haldin desertkeppni í eldhúsinu og sá réttur sem vinnur fer á jólaseðlinn.

Þemað jólalegt bragð

„Á hverju ári erum við með desertkeppni í eldhúsinu þar sem besti desertinn fær þann heiður að fara á jólaseðlinn okkar. Þetta kveikir á sköpunargleðinni og allir læra eitthvað nýtt af hverju öðru. Núna í ár var þemað jólalegt bragð. Við viljum ekki hafa of strangar reglur heldur þannig að allir geti tekið þátt sama hvað þú ert búinn að vera lengi og þetta sé sem fjölbreyttast,“ segir Hrefna Rósa Sætran stjörnukokkur og einn eigenda Fiskmarkaðarins.

„Stormur kokkanemi kom með fjölskyldufrómas desertinn í keppnina. Uppskrift frá ömmu Drífu.  Bragðið var svo mikið jól að við horfðum öll í augun á hvort öðru í hljóði og vorum sammála um að þetta væri sigurvegarinn.“

Freistandi að smakka þennan jólalega frómas.
Freistandi að smakka þennan jólalega frómas. Ljósmynd/Björn Árnason

Hlæja án þess að vakna bjúgaður

Aðspurð segir Hrefna að þau finni vel að matargestir vilji síður borða of þungan mat í aðventunni og kunni að njóta þess að prófa nýja bragðheima.

„Við höfum fundið í gegnum árin að fólk vill ekki vera borða reykt, grafið og saltað allan desember svo við tökum þann pólinn á jólaseðlinum á Fiskmarkaðnum að gera aðeins svakalega góðan mat úr hágæða hráefnum. Það er gaman að hittast í desember og borða góðan mat saman og hlæja án þess að vakna bjúgaður daginn eftir.“

Jólaseðillinn á Fiskmarkaðinum kemur svo á borðið til að deila svona eins og jólahlaðborð á borðið án þess að fara í röð. „Seðillinn er strax að slá í gegn hjá gestunum okkar. Allir svakalega ánægðir með matinn,“ segir Hrefna að lokum með bros á vör.

Brot af réttunum sem er að finna á jólaseðli Fiskmarkaðarins …
Brot af réttunum sem er að finna á jólaseðli Fiskmarkaðarins í ár. Ljósmynd/Björn Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert