Sósurnar sem valdar eru með hátíðarmatnum skipta sköpun þegar kemur að heildarútkomu máltíðarinnar. Hamborgarhryggur er afar vinsæll á jólunum hjá mörgum landsmönnum og til að hryggurinn nái að töfra bragðlaukana alla leið skiptir sósan sköpun. Rúnar Gíslason, matreiðslumaður hjá Kokkunum og eigandi Spírunnar, er snillingur þegar kemur að sósugerð og veit nákvæmlega hvað virkar með hamborgarhryggnum.
„Þessi sósa er einföld og allir geta lagað þessa dýrð. Þessi sósa getur ekki klikkað,“ segir Rúnar með bros á vör og bætir við að hann fái ófá símtölin um hátíðirnar þar sem hann er beðinn um að fá uppskrift að sósum með hátíðarmatnum.
Sósan með hamborgarhryggnum
Aðferð: