Arna Engilbertsdóttir fagnaði útgáfu matreiðslubókar sinnar, Fræ, með stæl í bókabúð Sölku við Hverfisgötu á dögunum .
Fjölmenni mætti á svæði og fagnaði með Örnu en meðal þeirra sem létu sjá sig voru Birna Ketilsdóttir, Gunnar Hersveinn og Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu. Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram.
Grænmeti, ávextir, baunir, heilkorn, hnetur og fræ spila stórt hlutverk þó að fleiri hráefni komi að sjálfsö́gðu einnig við sögu, ásamt eftirréttum, ýmist sætum með döðlum eða lífrænum sykri. Plönturíkið nærir, hreinsar, styrkir, byggir upp og ver líkamann á́ óteljandi vegu. Bókin er fullkomin fyrir þá sem vilja fjölga girnilegum grænmetisréttum á matarborðinu.
Fræ er fyrsta matreiðslubók Örnu Engilbertsdóttur en hún trúir því staðfastlega að fegurðin búi í smáatriðunum og brennur fyrir matargerðinni. Fallegar ljósmyndir bókarinnar tók Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.