Mínimalísk jól sveipuð rómantík

Guðfinna Magnúsdóttir er annálaður fagurkeri og þekkt fyrir sinn fallega …
Guðfinna Magnúsdóttir er annálaður fagurkeri og þekkt fyrir sinn fallega og stílhreina stíl sem fangar augun. Hún ætlar að dekka hátíðarborðið sitt á aðfangadag á fyrirhafnarlausan hátt þar sem lifandi greni og fínlegar skreytingar verða í forgrunni í hádegisverðarboðinu. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Guðfinna Magnúsdóttir er annálaður fagurkeri og þekkt fyrir sinn fallega og stílhreina stíl sem fangar augun. Hún ætlar að dekka hátíðarborðið sitt á aðfangadag á fyrirhafnarlausan hátt þar sem lifandi greni og fínlegar skreytingar verða í forgrunni í hádegisverðarboðinu.

Guðfinna Magnúsdóttir er annálaður fagurkeri sem kann að skreyta á …
Guðfinna Magnúsdóttir er annálaður fagurkeri sem kann að skreyta á stílhreinan og fyrirhafnarlausan hátt fyrir hátíðirnar. Ljósmynd/Aðsend

Guðfinna er ein systranna hjá hönnunarfyrirtækinu VIGT, sem framleiðir húsgögn og fylgihluti. Fyrirtækið er samstarf móður og þriggja dætra, sem hefur framleitt vörur helgaðar heimilinu síðan 2013. Þær leggja áherslu á einfaldleika, gæði og réttsýni sem er einmitt í anda jólaskreytinganna
hennar Guðfinnu.

„Jólin og aðdragandi jóla er sérstakur tími fyrir okkur fjölskylduna. Tími þar sem við gerum okkur dagamun. Tími hefða og minninga. Við höldum í gamlar hefðir, sköpum nýjar. Minnumst og búum til minningar. Jólin eru sköpun, við erum á einn eða annan hátt að skapa ævintýri og upplifun. Það er mikilvægt að ætla sér ekki um of í undirbúningi til þess að njóta þessa tíma,“ segir Guðfinna.

Möndlugjöfin er fallega pökkuð inn og er gjöf sem gefur. …
Möndlugjöfin er fallega pökkuð inn og er gjöf sem gefur. Með henni fylgja ávallt spil. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Aðspurð segist Guðfinna vera hrifnust af hinu stílhreina. „Við reynum að stilla upp á einfaldan og fyrirhafnarlítinn hátt. Að upplifa ró við matarborðið er mikilvægt svo það má varast að ekki ægi öllu saman. Þegar dekkað er upp borð er gott að huga að grunnatriðum. Hvað passar með borðbúnaði og hvað er hægt að skapa úr því sem til er. Í framhaldi er gott að kíkja jafnvel á Pinterest en þar er gott að fá hugmyndir til að setja punktinn yfir i-ið.“

Möndlugrautur í hádeginu

Fjölskyldan hittist í hádeginu á aðfangadag og borðar saman graut. „Við gerð jólaborðsins höfðum við eina af jólahefðunum okkar að leiðarljósi. Í hádeginu á aðfangadag hittumst við stórfjölskyldan í hádegismat. Við byrjum á að borða möndlugraut með tilheyrandi leik. Við fáum okkur reyktan lax með graflaxsósu og smákökur sem hafa fylgt okkur í áratugi. Sá sem hreppir möndluna fær „Gjöf sem gefur“ og skemmtilegt spil til afþreyingar yfir hátíðarnar. „Gjöf sem gefur“ er gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Eftir gott spjall yfir veitingunum snúa allir til síns heima að græja sig fyrir aðfangadagskvöld. Þemað á jólaborðinu í ár er því möndlugrautur í hádeginu,“ segir Guðfinna og brosir.

Silkigreni og Alterlyset-kerti í litnum Ruby prýða hátíðarborðið. Þessi kerti …
Silkigreni og Alterlyset-kerti í litnum Ruby prýða hátíðarborðið. Þessi kerti fást hjá VIGT og sóma sér vel um hátíðirnar. Ljósmynd/Aðsend

Lifandi greni hér og þar í vösum

Guðfinna er hrifin af lifandi greni í skreytingum. „Greni í vösum hér og þar er alltaf fallegt og við notum það mikið til að skreyta okkar heimili á aðventunni. Látlaus skreyting, lifir lengi og getur eiginlega ekki klikkað. Það er allur gangur á því frá ári til árs hvernig fer með jólatréð, hvort það sé lifandi eða gervi. Við kjósum lifandi jólatré fram yfir gervi en það fer eftir því hvað hentar hverju sinni hvort verður fyrir valinu.“

Jólin voru öðruvísi í fyrra hjá fjölskyldunni vegna eldgosa við Grindavík. „Jólunum í fyrra eyddum við uppi í sumarbústað. Við fórum í heimsókn til Skógræktarfélags Árnesinga á Snjófoksstöðum og völdum okkur fallega furu í skóginum og keyptum eldivið. Við söguðum tréð sjálf niður og fengum heitt kakó að lokum. Ótrúlega jólaleg stund. Skógræktarfélög víða um land bjóða upp á jólatréssölu og við mælum með þessari upplifun.“

Ris a la mande, jólagrauturinn, í fallegum leirpotti á snúnings …
Ris a la mande, jólagrauturinn, í fallegum leirpotti á snúnings disknum fyrir þá sem vilja ábót. mbl.is/Karítas

Stóðu fyrir þeirri áskorun að halda í jól í miðjum hamförum

Fjölskylda Guðfinnu á sér hefð sem hún heldur fast í á aðfangadagskvöld. „Þegar foreldrar okkar stofnuðu til fjölskyldu bjuggu þau til hefðir sem við byggjum fyrirkomulag aðfangadagskvölds enn á. Það er sami matseðill og á aðfangadagskvöld erum við alltaf heima hjá mömmu og pabba. Við systurnar göngum frá eftir matinn, það höfum við gert síðan við vorum litlar. Pabbi les á jólapakkana og eftir að barnabörnin fóru að bætast við hefur hann fengið litla aðstoðarmenn með sér í lið við að útdeila pökkunum. Eftir að hafa opnað pakkana borðum við eftirrétt og þau sem langar fara í miðnæturmessu.

Einhverjar hefðir hafa dottið út með tíðarandanum, til dæmis útkeyrsla á jólakortum um allan bæ á aðfangadag. Nýjar hefðir hafa bæst við eins og möndlugrauturinn í hádeginu sem ég nefndi áðan. En fyrirkomulag aðfangadagskvölds er heilagt. Í fyrra stóðum við frammi fyrir þeirri áskorun að halda jól í miðjum hamförum, svo til heimilislaus. Þá var gott að geta haldið í hefðir að einhverju leyti,“ segir Guðfinna meyr.

Stílhreint og fágað virkar ávallt.
Stílhreint og fágað virkar ávallt. mbl.is/Karítas

Aðspurð um jólamatinn þá nefnir hún hamborgarhrygg. „Þá borðum við hamborgarhrygg með brúnuðum kartöflum, brúnni sósu, waldorfsalati, ananas, rabarbarasultu, heimagerðu rauðkáli og baunum. Í eftirrétt borðum við alltaf sömu himnesku Daim-marensískökuna hennar mömmu,“ segir Guðfinna að lokum og deilir hér með lesendum nokkrum uppskriftum að einföldum og góðum smáréttum sem gott er að útbúa og bjóða upp á á aðfangadag.

Guðfinna og systur hennar bera gjarnan fram graflax eða reyktan lax, sem þeim systrum finnst betra, á ristuðu franskbrauði eða snittubrauði með graflaxsósu. Guðfinna deilir hér með lesendum uppskriftinni að graflaxsósunni. Síðan eru það auðveldar smákökurnar sem tekur skamma stund að gera og hitta ávallt í mark. Loks er það möndlugrauturinn frægi ásamt kirsuberjasósunni og piparkökurnar með gráðosti.

Jólasnittur með reyktum laxi og heimagerðri graf laxsósu sem fara …
Jólasnittur með reyktum laxi og heimagerðri graf laxsósu sem fara vel á jólaborðinu hjá Guðfinnu. mbl.is/Karítas

 

Graflaxsósa

  • 200-250 ml majónes
  • 2 msk. sætt sinnep
  • 2 ½ msk. venjulegt sinnep
  • 2 msk. hunang
  • 1 peli rjómi
  • ferskt dill eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Gott er að skreyta með fersku dilli þegar graflaxsósan er borin fram á
  3. brauðið eða öðru sem hugurinn girnist.
Fyrirhafnarlitlar smákökur með hnetusmjörskremi prýða hádegisverðarborðið á aðfangadag
Fyrirhafnarlitlar smákökur með hnetusmjörskremi prýða hádegisverðarborðið á aðfangadag Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir


Auðveldar smákökur - Ritz kex með hnetusmjöri
Hnetusmjör

  • 1 bolli hnetusmjör
  • 1 bolli flórsykur
  • 2-3 msk. lint smjör

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið vel saman hrært.
  2. Smyrjið síðan hnetusmjörblöndunni ofan á Ritz kexið með súkkulaðinu, sjá
  3. uppskrift fyrir neðan.

Súkkulaði Ritz kex

  • 2 pk. Ritz kex
  • 4 plötur suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið kexinu ofan í.
  2. Raðið á kökugrind eða bakka klæddan bökunarpappír með súkkulaðið tekur sig og harðnar.
  3. Frábært að gera stóra uppskrift og eiga í frysti, tilvalið til að njóta með gestum yfir aðventuna, nú eða bara einn með sjálfum sér.
Möndlugrautinn ber Guðfinna fram í fallegum glösum frá Frederik Bagger …
Möndlugrautinn ber Guðfinna fram í fallegum glösum frá Frederik Bagger sem eru fáguð og hátíðleg. mbl.is/Karítas

Möndlugrautur
100 g River Rice
700 g mjólk
10 g smjör
50 g hvítt súkkulaði
1 stk. vanillustöng
250 g rjómi, þeyttur
75 g flórsykur
Möndluflögur, til að setja ofan á grautinn í restina þegar hann er borinn fram
Kirsuberjasósa, til að setja ofan á grautinn í restina þegar hann er borinn fram.

Aðferð:

  1. Smyrjið pott með smjöri.
  2. Setjið mjólk í pottinn. 
  3. Skafið fræin úr vanillustönginni og setjið út í mjólkina ásamt vanillustönginni sjálfri. 
  4. Setjið grjón ofan í pottinn.
  5. Sjóðið en passið að ofsjóða ekki.
  6. Látið standa í um það bil 30 mínútur undir loki áður en súkkulaðinu er bætt út í.
  7. Kælið síðan.Hrærið síðan þeyttum rjóma og flórsykri út í rétt áður en þið berið grautinn fram og skreytið grautinn með ristuðum möndluflögum og kirsuberjasósu.
Girnilegu piparkökurnar með gráðostablöndu eru mikið augnakonfekt. Hægt að sprauta …
Girnilegu piparkökurnar með gráðostablöndu eru mikið augnakonfekt. Hægt að sprauta blöndunni á piparkökurnar eða bera fram í skál til hliðar. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Piparkökur með gráðosti

  • Piparkökur að eigin vali.
  • 1 pk. gráðostur að eigin vali
  • 1 msk. hunang
  • 2 msk. rjómi

Aðferð:

  1. Hrærið saman gráðosti, hunangi og rjóma.
  2. Þið ráðið hvort gráðostablandan er borin fram í skál til hliðar hjá piparkökunum eða sett ofan á.
Grenið og kertin setja fallegan jólasvip á borðið.
Grenið og kertin setja fallegan jólasvip á borðið. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert