„Fékk innblásturinn frá gamla, góða Bismark-brjóstsykrinum“

Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona og hönnuður er með nýja jólalínu …
Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona og hönnuður er með nýja jólalínu sem ber heitið Rendur. Samsett mynd

Nýja jólalínan frá Heklu Björk Guðmundsdóttur listakonu og hönnuði prýðir jólalitina, hvíta og rauða, og ber heitið Rendur.

Hönnun hennar undir merkinu Heklaislandia hefur notið mikilla vinsælda og er löngu orðin þekkt hér á landi og víðar. Fyrstu vörurnar komu árið 1996 og síðan þá hefur bæst jafnt og þétt við fallega hönnun Heklu, sem Íslendingar hafa fengið að njóta allt árið um kring. Einnig hafa vörur hennar notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands enda sækir Hekla innblástur sinn í það sem er táknrænt fyrir Ísland. Hún sækir innblástur í villta flóru, dýralíf og náttúru Íslands sem skilar sér vel í hönnun hennar fyrir hverja árstíð og líka þegar kemur að jólunum.

Innblásturinn fyrir nýju jólalínuna mína, „Rendur“, fékk ég frá gamla góða Bismark-brjóstsykrinum sem allir elska á jólunum. Þegar ég rifja upp gamlar minningar um jólin úr æsku minni þá kemur Bismark-brjóstsykurinn ávallt sterkur inn.“ segir Hekla dreymin á svip.

Bismark-brjóstsykurinn á heiðurinn af innblæstrinum að þessu sinni.
Bismark-brjóstsykurinn á heiðurinn af innblæstrinum að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

„Fallega röndóttur hvítur og rauður eru hátíðarlitirnir og brjóstsykurinn er einstaklega góður á bragðið. Fyrstu drögin að bismark-línunni, rendur, voru blýantsteikningar af brjóstsykrinum, einum stökum eða mörgum saman en þróuðust svo í að verða að einföldum línum sem gefa skírskotun í línurnar/rendurnar í brjóstsykrinum. Í fyrstu átti þetta bara að vera einn litur, Bismark aðalliturinn, hvítur með rauðum röndum en í miðju ferlinu bættist við rauður aðallitur með hvítum röndum og síðan svartur með hvítum röndum. Hann er til að mynda sérstaklega flottur á gamlárskvöld sem og aðra daga allt árið um kring, en það er hugsunin með jólalínuna í ár að það sé hægt að nota hana allt árið við öll tilefni.“

Hvítu og rauðu litirnir eru ávallt jólalegir og passa vel …
Hvítu og rauðu litirnir eru ávallt jólalegir og passa vel á jólahátíðarborðið. Ljósmynd/Aðsend

Gaman að blanda saman nýjum og gömlum týpum

Hekla hefur gert fjölmargar jólalínur og það skemmtilega við þær að það er hægt að flétta þeim saman. „Það er gaman að geta blandað öllum litum og týpum, gömlum sem nýjum, saman yfir hátíðirnar. Þrátt fyrir að rauður sé ávallt aðallitur jólanna þá er ég alltaf til í að breyta og hef því notað ýmsa liti í jólalínurnar okkar í gegnum árin,“ segir Hekla með bros á vör.

Hekla segir að það sé erfitt að velja einhverja eina jólalínu sem uppáhaldslínu. Allar eigi þær stað í hjarta hennar og tengingu við góðar minningar. „Uppáhaldslínan er ekki ein heldur margar, kannski bara allar. „Tré“ er smá uppáhalds,það er gömul og góð lína sem væri gaman að koma með aftur.“

Rendurnar njóta sín vel á hátíðarborðinu og rauði liturinn kemur …
Rendurnar njóta sín vel á hátíðarborðinu og rauði liturinn kemur ávallt vel út með hvítu. Ljósmynd/Aðsend

Aðspurð segir Hekla að mest seldu línurnar gegnum árin séu „Gleðileg jól“ sem erþjóðleg og jólaleg og jafnframt fyrsta línan. Síðan er það „Jólahúfa“, þúfa sem er ávallt jafn vinsæl enda jólakindiní aðalhlutverki,“ segir Hekla og bætir við að hún sé afar þakklát fyrir þær frábæru viðtökur sem jólalínurnar hafa fengið gegnum árin.

Viskastykki sem passar vel í jólaeldhúsið.
Viskastykki sem passar vel í jólaeldhúsið. Ljósmynd/Aðsend
Svart og hvítt steinliggur um áramótin. Kertin koma vel út …
Svart og hvítt steinliggur um áramótin. Kertin koma vel út og eru fallega hönnuð. Ljósmynd/Aðsend
Jólakötturinn hennar Heklu er ómissandi á hátíðunum og passar vel …
Jólakötturinn hennar Heklu er ómissandi á hátíðunum og passar vel með nýju jólalínunni. Ljósmynd/Aðsend
Rauði liturinn í forgrunni hér og hvítar rendur renna í …
Rauði liturinn í forgrunni hér og hvítar rendur renna í gegn. Ljósmynd/Aðsend
Fyrsta jólalína Heklu ber hetið Gleðileg jól og naut gríðarlegra …
Fyrsta jólalína Heklu ber hetið Gleðileg jól og naut gríðarlegra vinsælda. Ljósmynd/Aðsend
Jólahúfa, sem er á íslensku kindinni er önnur jólalína sem …
Jólahúfa, sem er á íslensku kindinni er önnur jólalína sem Heklu þykir mjög vænt um. Ljósmynd/Aðsend
Íslensku dýrin fá að skreyta tréð hjá Heklu.
Íslensku dýrin fá að skreyta tréð hjá Heklu. Ljósmynd/Aðsend
Rendurnar renna líkt lækjarsprænur á fallegan hátt.
Rendurnar renna líkt lækjarsprænur á fallegan hátt. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert