Jólagjafalistinn fyrir ástríðukokkinn og gestgjafann

Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum sem gætu slegið í …
Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum sem gætu slegið í gegn hjá ástríðukokkinum sem gjarnan fer líka með hlutverk gestgjafans. Samsett mynd

Ástríðukokkurinn elskar fátt meira en að fá eitthvað fallegt fyrir eldhúsið og borðhaldið þar sem fagurfræðin og notagildið er í forgrunni. Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum sem gætu slegið í gegn hjá ástríðukokkinum sem gjarnan fer líka með hlutverk gestgjafans.

Etruscan-könnurnar frá Audo Copenhagen eru smart fyrir borðhaldið eða sem …
Etruscan-könnurnar frá Audo Copenhagen eru smart fyrir borðhaldið eða sem hilludjásn í eldhúsinu. Hönnuðurinn bak við könnurnar er Mentze Ottenstein. Þær fást í Epal, koma í þremur stærðum og verðið er frá 17.500 kr.
Nú eru útipítsaofnarnir það heitasta í dag og eru notaðir …
Nú eru útipítsaofnarnir það heitasta í dag og eru notaðir allan ársins hring. Þessi flotti DeliVita gaspítsaofn í grænum lit er eitthvað sem ástríðukokkinn gæti dreymt um að eignast. Hann fæst í Bako Verslunartækni og kostar 87.111 kr.
Bakkar eru eitthvað sem allir vilja eiga í eldhúsinu í …
Bakkar eru eitthvað sem allir vilja eiga í eldhúsinu í dag. Þessir hringlóttu svörtu bakkar úr harðpressuðum við eru tær snilld. Þá er líka hægt fá sporöskjulaga og fást hjá Vigt. Þeir kosta frá 7.900 kr. Hægt er að fá þá í nokkrum stærðum og raða þeim saman.
Karaflan Old Fashioned frá Frederik Bagger ásamt glösum er gullfalleg …
Karaflan Old Fashioned frá Frederik Bagger ásamt glösum er gullfalleg gjöf og gerir borðhaldið fágað. Karaflan fæst í Epal og kostar 28.500 kr. Glösin kosta nú 5.530 kr.
Þetta glæsilega steikahnífaparasett frá þýska gæðafyrirtækinu WMF er fullkomin gjöf …
Þetta glæsilega steikahnífaparasett frá þýska gæðafyrirtækinu WMF er fullkomin gjöf fyrir ástríðukokkinn, þau passa vel á matarborðið og eru ómissandi þegar bera á fram alvöru steik. Steikarhnífapör eru seld í trékassa og eru sex stykki í hverjum kassa. Kassinn með hnífapörunum í kostar 8.924 kr.
Sjöstrand stálkaffivélin er mikið augnakonfekt og lagar gott kaffi. Stálið …
Sjöstrand stálkaffivélin er mikið augnakonfekt og lagar gott kaffi. Stálið er að koma sterkt inn og passar við allt. Kaffivélin fæst í Epal og kostar 59.990 kr.
Viðarkökudiskur er nánast ómissandi að eiga þegar góða veislu skal …
Viðarkökudiskur er nánast ómissandi að eiga þegar góða veislu skal gjöra. Þessi Loisa viðarkökudiskur á fæti er mikil prýði á hátíðarborðið og draumagjöf fyrir gestgjafann. Hann fæst í versluninni Fakó og kostar 15.900 kr.
Ein flottasta uppfinning sem fundist hefur á borð er snúningsdiskur, …
Ein flottasta uppfinning sem fundist hefur á borð er snúningsdiskur, laus diskur sem snýst. Svo frábær gripur að eiga og hægt er að færa hann til og frá. Þessi svarti, fallegi snúningsdiskur er handverk og fæst hjá Vigt. Hann er til í þremur stærðum og kostar frá 59.900 kr.
Þessi ljósbrúna leðursvunta gerir gestgjafann föngulegri og er snilldargripur með …
Þessi ljósbrúna leðursvunta gerir gestgjafann föngulegri og er snilldargripur með stálhring á hlið fyrir viskastykki og þess sem að hún er með stillanleg ól um háls og mitt. Gestgjafanum og ástríðukokkinum myndi ekki finnast leiðinlegt að taka á móti gestum í þessari dýrð. Svuntan fæst í Bako Verslunartækni og kostar 13.898 kr.
Handgerðu glösin frá ZWIESEL Simplify eru mjög fínleg og fáguð …
Handgerðu glösin frá ZWIESEL Simplify eru mjög fínleg og fáguð glös. Þau passa vel fyrir kampavín, hvítvín eða rósavín. Glösin fást í Bako Verslunartækni og eru seld tvö saman í gjafaöskju og kosta 13.490 kr.
Handgerðu postulínsskálarnar gerðar úr blöndu af postulíni og eldfjallaösku frá …
Handgerðu postulínsskálarnar gerðar úr blöndu af postulíni og eldfjallaösku frá KER eru djásn til að bera kræsingar fram í. Hér fer fagurfræðin og notagildið saman með fallegri útkomu þar sem form og áferð skapa fallega heild. Þær eru handrenndar og hver þeirra því einstök.
Nordic Kitchen hraðsuðuketillinn frá Eva Solo úr stáli er augnakonfekt …
Nordic Kitchen hraðsuðuketillinn frá Eva Solo úr stáli er augnakonfekt að njóta í eldhúsinu. Ketillinn fæst í Kokku og kostar 27.900 kr.
Hvítu pottarnir frá Le Creuset eru einstaklega fallegir og gylltu …
Hvítu pottarnir frá Le Creuset eru einstaklega fallegir og gylltu handföngin setja punktinn yfir i-ið. Liturinn er fallegur og hlutlaus og passar inn í öll eldhús. Þarna er fagurfræðin og notagildið í forgrunni fyrir ástríðukokkinn. Þessi fæst í Líf og list og milli stærðin kostar 53.990 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert