Apótekið sigraði Jólabollukeppni Barþjónaklúbbsins

Ellen Calmon framkvæmdarstjóri Píeta Samtakanna veitti styrknum viðtöku hjá Ragnari …
Ellen Calmon framkvæmdarstjóri Píeta Samtakanna veitti styrknum viðtöku hjá Ragnari Erlusyni barþjóni á Apótekinu sem jafnframt stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins. Ljósmynd/Teitur R. Schiöth

Hátíð var í bæ á Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Píeta samtökunum í síðustu viku. Keppnin var haldin á Gauknum sem er vel þekktur bar í miðbæ Reykjavíkur, við Tryggvagötu 22, sem er kenndur við fjölbreytilegt og litríkt viðburðahald.

„Keppnin virkaði þannig að veitingahúsum og börum í Reykjavíkurborg var boðið að koma og keppa um hver væri með vinsælasta jóladrykkinn. Gestir keyptu drykkjarmiða sem þeir notuðu til að panta sér drykk. Sá staður sem endaði með flesta miða í lok kvölds var Apótekið og endaði einnig sem sigurvegari kvöldsins. Það var barþjónninn Ragnar Erluson sem stóð þar vaktina og töfraði gestina með Jólabollu sinni,“ segir Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands.

Fjölbreytt úrval var að finna af jólabollum og jóladrykkjum.
Fjölbreytt úrval var að finna af jólabollum og jóladrykkjum. mbl.is/Árni Sæberg

Brakandi fersk og ljúffeng jólabolla

„Jólabollan hans Ragnars var brakandi fersk og ljúffeng. Í bollunni var vanillulegið Woodford Reserve Bourbon, sýrustilltur appelsínusafi, eplasafi, Galliano vanillulíkjör og óveðursíróp en það er síróp með engifer, kanil og allspice. Bollan er síðan hreinsuð með mjólk. Ragnar fékk þann heiðurinn að veita ágóðann til Píeta samtakanna, en samtals söfnuðust 172.000 kr. Píeta eru samtök gegn sjálfskaða og sjálfsvígum og er því mjög kærkomið fyrir okkur að getað styrkt mikilvægt málefni eins og þetta,“ segir Teitur enn fremur.

Þakkir til þeirra sem lögðu hönd á plóg

Margir komu að viðburðinum og studdu við framtakið. „Ég vil þakka öllum sem komu að jólabollunni, það þurfa margir að leggja hönd á plóg svo hægt sé að láta þennan viðburð verða að veruleika. Þá vil ég fyrst og fremst þakka Gauknum fyrir að hýsa okkur en líka öllum þeim birgjum og öðrum aðkomendum sem sýndu okkur stuðning, en það voru Ölgerðin, Rolf, Reykjavík Distillery, OG Natura, Globus, CCEP, Mekka, Hovdenak Distillery, Eimverk, Drykkur, Innnes, Himbrimi, Alvín, Garri, Klakavinnslan og Litróf prentstofa,“ segir Teitur þakklátur.

Hægt er að sjá myndbrot frá viðburðinum á Instagramsíðu Barþjónaklúbbsins hér fyrir neðan:

 

 

Jungle og Bingo strákarnir Ólafur Andri Benediktsson, Leó Snæfeld Pálsson …
Jungle og Bingo strákarnir Ólafur Andri Benediktsson, Leó Snæfeld Pálsson og Jónas Heiðarr. mbl.is/Árni Sæberg
Bjartur Dalberg Jóhannsson, Eiður Örn Bragason og Pétur Sólan Samúelsson.
Bjartur Dalberg Jóhannsson, Eiður Örn Bragason og Pétur Sólan Samúelsson. mbl.is/Árni Sæberg
Jakob Eggertsson hjá Daisy og gestir.
Jakob Eggertsson hjá Daisy og gestir. mbl.is/Árni Sæberg
Bjartur Dalberg Jóhannsson frá Kokteilaskólanum og .gestir
Bjartur Dalberg Jóhannsson frá Kokteilaskólanum og .gestir mbl.is/Árni Sæberg
Mikil stemning var í loftinu á Jólabollukeppninni.
Mikil stemning var í loftinu á Jólabollukeppninni. mbl.is/Árni Sæberg
Gestirnir voru duglegir að skála.
Gestirnir voru duglegir að skála. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka