Íslensk hönnun prýðir hátíðarborðið hjá Sigrúnu Höllu

Glæsilegt hátíðarborðið hjá Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur þar íslensk hönnun er …
Glæsilegt hátíðarborðið hjá Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur þar íslensk hönnun er í hávegum höfð. mbl.is/Eyþór

Sigrún Halla Unnarsdóttir, hönnuður og markaðsstýra hjá Rammagerðinni, er annálaður fagurkeri og er búin að ákveða þemað fyrir hátíðarborðið sitt. Hún er einstaklega hrifin af íslenskri hönnun og hefur gaman af því að skreyta með henni.

Hún er tveggja drengja móðir í Laugardalnum og nýtur þess fram í fingurgóma. Hún er með MA-gráðu í fatahönnun og starfar sem hönnuður og markaðsstýra hjá Rammagerðinni. Þessa dagana er hún í óðaönn að undirbúa jólin en gaf sér þó tíma til að stilla upp hátíðarborðinu í ár.

Bleiku og rauðu kertin sem skreyta borðið eru eftir Þórunni …
Bleiku og rauðu kertin sem skreyta borðið eru eftir Þórunni Árnadóttur. mbl.is/Eyþór

Besta laufabrauðið sem bakað er á landinu

Heldur þú í fastar jólahefðir þegar kemur að mat og borðhaldi?

„Ég var alveg afskaplega vanaföst á allar jólahefðir sem barn, það mátti ekki breyta neinu. En ég hef mýkst með árunum og í dag er ekkert sem er alveg heilagt þegar viðkemur mat og borðhaldi. Nema laufabrauðið sem ég baka alltaf með kærri vinkonu og fjölskyldunni hennar. Við erum alveg sannfærðar um að það sé besta laufabrauðið sem bakað er á landinu, tökum allavega fagnandi á móti öllum áskorunum um að svo sé ekki.

Svo er líka ómissandi að baka sörur, en ég og eldri sonur minn gerum það saman og ég reyni að draga upp úr honum hver sé skotin í hverjum á meðan. Það gengur yfirleitt mjög illa. Svo er það heimagert rauðkál, það verður að vera,“ segir Sigrún Halla með bros á vör.

Hvernig ætlar þú að dekka á hátíðarborðið í árfyrir jólamáltíðina?

„Ég ætla að nota borðbúnað í ár eftir frábæra íslenska hönnuði og listamenn. Mér fannst mjög gaman að nota íslenska prjónalist á hátíðarborðið, sem er kannski ekki alveg það fyrsta sem manni dettur í hug en kemur virkilega skemmtilega út.

Í þessu hraða samfélagi sem við búum í finnst mér mikilvægt að vera í tengslum við gott fólk og umvefja mig með fallegum hlutum sem ég hef tengingu við. Mér finnst alltaf skemmtilegast þegar ég þekki söguna af hönnuðinum og vörunni og það er það fallega við að velja íslenska hönnun. Þetta er allt fólk í næsta nágrenni að segja sögur úr næsta nágrenni,“ segir Sigrún og bætir við að sögurnar bak við hlutina séu oft og tíðum afar skemmtilegar.

Prjónastjörnurnar á borðinu eru eftir prjónalistakonuna Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur.
Prjónastjörnurnar á borðinu eru eftir prjónalistakonuna Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur. mbl.is/Eyþór

Íslenskt og fallegt þema

Hvernig myndir þú lýsa þemanu þínu í ár?

„Þemað er íslenskt og fallegt sem sameinar marga íslenska hönnuði. Þar sem ég er að vinna í Rammagerðinni fæ ég innsýn í íslenska hönnun og þaðan kemur innblásturinn fyrir þemað. Við vorum til að mynda að opna nýja glæsilega verslun í sögufrægu húsi, gamla Kirkjuhúsinu, á Laugavegi 31 og hlutirnir eftir íslensku hönnuðina passa afar vel þar inn.

Á hátíðarborðinu mínu eru glösin, karaflan, kertastakjarnir, blómavasinn, glerjólaskrautið og jólakötturinn eftir Anders Vange hjá Reykjavík Glass. Anders er húslistamaður Rammagerðarinnar fyrir þessi jól og ég fékk hann einmitt til að sitja við borðið með mér.

Við fengum að fylgjast með honum að störfum á verkstæðinu hans á Kjalarnesi; það er sannkölluð upplifun að sjá hvernig verkin hans verða til. Rammagerðin er með hefð að fara í samstarf með hönnuði/listamanni fyrir hver jól sem hannar jólakött. Anders sótti innblástur í jólakött ársins, í hráefnið sjálft og í kött sem hann rakst á þegar hann var í göngutúr með hundinum sínum. Kötturinn var að vonum ekki ánægður með að hitta hund og skaut upp stórri kryppu, sem Anders nær að fanga svona listilega vel í glerinu,“ segir Sigrún Halla og hlær.

 

Á borðinu eru keramikdiskar og vasi eftir Bjarna Viðar. Bjarni …
Á borðinu eru keramikdiskar og vasi eftir Bjarna Viðar. Bjarni er einn af þekktustu keramiklistamönnum landsins. mb.is/Eyþór
Sigrún Halla Unnarsdóttir bauð hönnuðinum, Anders Vange, að njóta með …
Sigrún Halla Unnarsdóttir bauð hönnuðinum, Anders Vange, að njóta með sín við hátíðarborðið. Hann er húslistamaður Rammagerðarinnar. mbl.is/Eyþór
Prjónastjörnurnar eru eftir prjónalistakonuna Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur.
Prjónastjörnurnar eru eftir prjónalistakonuna Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur. mbl.is/Eyþór Árnason
Glerjólaskrautið, jólakötturinn, er eftir Anders Vange hjá Reykjavík Glass.
Glerjólaskrautið, jólakötturinn, er eftir Anders Vange hjá Reykjavík Glass. mbl.is/Eyþór Árnason
Servíetturnar á diskunum eru hannaðar af Rammagerðinni, en mótívin eru …
Servíetturnar á diskunum eru hannaðar af Rammagerðinni, en mótívin eru frá Signýju Þórhallsdóttur. Það sama má segja um skötuna og vitann sem hanga ýmist á greinunum og skatan sem er lögð á diskinn. Þetta er unnið út frá mótívum sem Signý teiknaði fyrir Rammagerðina á silkislæður, en fékk svo framhaldslíf á servíettum og sem jólaskraut hjá Rammagerðinni. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert