Íslensk hönnun prýðir hátíðarborðið hjá Sigrúnu Höllu

Glæsilegt hátíðarborðið hjá Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur þar íslensk hönnun er …
Glæsilegt hátíðarborðið hjá Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur þar íslensk hönnun er í hávegum höfð. mbl.is/Eyþór

Sigrún Halla Unn­ars­dótt­ir, hönnuður og markaðsstýra hjá Ramma­gerðinni, er ann­álaður fag­ur­keri og er búin að ákveða þemað fyr­ir hátíðar­borðið sitt. Hún er ein­stak­lega hrif­in af ís­lenskri hönn­un og hef­ur gam­an af því að skreyta með henni.

Hún er tveggja drengja móðir í Laug­ar­daln­um og nýt­ur þess fram í fing­ur­góma. Hún er með MA-gráðu í fata­hönn­un og starfar sem hönnuður og markaðsstýra hjá Ramma­gerðinni. Þessa dag­ana er hún í óðaönn að und­ir­búa jól­in en gaf sér þó tíma til að stilla upp hátíðar­borðinu í ár.

Bleiku og rauðu kertin sem skreyta borðið eru eftir Þórunni …
Bleiku og rauðu kert­in sem skreyta borðið eru eft­ir Þór­unni Árna­dótt­ur. mbl.is/​Eyþór

Besta laufa­brauðið sem bakað er á land­inu

Held­ur þú í fast­ar jóla­hefðir þegar kem­ur að mat og borðhaldi?

„Ég var al­veg af­skap­lega vana­föst á all­ar jóla­hefðir sem barn, það mátti ekki breyta neinu. En ég hef mýkst með ár­un­um og í dag er ekk­ert sem er al­veg heil­agt þegar viðkem­ur mat og borðhaldi. Nema laufa­brauðið sem ég baka alltaf með kærri vin­konu og fjöl­skyld­unni henn­ar. Við erum al­veg sann­færðar um að það sé besta laufa­brauðið sem bakað er á land­inu, tök­um alla­vega fagn­andi á móti öll­um áskor­un­um um að svo sé ekki.

Svo er líka ómiss­andi að baka sör­ur, en ég og eldri son­ur minn ger­um það sam­an og ég reyni að draga upp úr hon­um hver sé skot­in í hverj­um á meðan. Það geng­ur yf­ir­leitt mjög illa. Svo er það heima­gert rauðkál, það verður að vera,“ seg­ir Sigrún Halla með bros á vör.

Hvernig ætl­ar þú að dekka á hátíðar­borðið í árfyr­ir jóla­máltíðina?

„Ég ætla að nota borðbúnað í ár eft­ir frá­bæra ís­lenska hönnuði og lista­menn. Mér fannst mjög gam­an að nota ís­lenska prjóna­list á hátíðar­borðið, sem er kannski ekki al­veg það fyrsta sem manni dett­ur í hug en kem­ur virki­lega skemmti­lega út.

Í þessu hraða sam­fé­lagi sem við búum í finnst mér mik­il­vægt að vera í tengsl­um við gott fólk og um­vefja mig með fal­leg­um hlut­um sem ég hef teng­ingu við. Mér finnst alltaf skemmti­leg­ast þegar ég þekki sög­una af hönnuðinum og vör­unni og það er það fal­lega við að velja ís­lenska hönn­un. Þetta er allt fólk í næsta ná­grenni að segja sög­ur úr næsta ná­grenni,“ seg­ir Sigrún og bæt­ir við að sög­urn­ar bak við hlut­ina séu oft og tíðum afar skemmti­leg­ar.

Prjónastjörnurnar á borðinu eru eftir prjónalistakonuna Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur.
Prjóna­stjörn­urn­ar á borðinu eru eft­ir prjóna­lista­kon­una Sigrúnu Hlín Sig­urðardótt­ur. mbl.is/​Eyþór

Íslenskt og fal­legt þema

Hvernig mynd­ir þú lýsa þem­anu þínu í ár?

„Þemað er ís­lenskt og fal­legt sem sam­ein­ar marga ís­lenska hönnuði. Þar sem ég er að vinna í Ramma­gerðinni fæ ég inn­sýn í ís­lenska hönn­un og þaðan kem­ur inn­blástur­inn fyr­ir þemað. Við vor­um til að mynda að opna nýja glæsi­lega versl­un í sögu­frægu húsi, gamla Kirkju­hús­inu, á Lauga­vegi 31 og hlut­irn­ir eft­ir ís­lensku hönnuðina passa afar vel þar inn.

Á hátíðar­borðinu mínu eru glös­in, karafl­an, kert­asta­kjarn­ir, blóma­vasinn, glerjóla­skrautið og jóla­kött­ur­inn eft­ir And­ers Vange hjá Reykja­vík Glass. And­ers er húslistamaður Ramma­gerðar­inn­ar fyr­ir þessi jól og ég fékk hann ein­mitt til að sitja við borðið með mér.

Við feng­um að fylgj­ast með hon­um að störf­um á verk­stæðinu hans á Kjal­ar­nesi; það er sann­kölluð upp­lif­un að sjá hvernig verk­in hans verða til. Ramma­gerðin er með hefð að fara í sam­starf með hönnuði/​lista­manni fyr­ir hver jól sem hann­ar jóla­kött. And­ers sótti inn­blást­ur í jóla­kött árs­ins, í hrá­efnið sjálft og í kött sem hann rakst á þegar hann var í göngu­túr með hund­in­um sín­um. Kött­ur­inn var að von­um ekki ánægður með að hitta hund og skaut upp stórri kryppu, sem And­ers nær að fanga svona listi­lega vel í gler­inu,“ seg­ir Sigrún Halla og hlær.

 

Á borðinu eru keramikdiskar og vasi eftir Bjarna Viðar. Bjarni …
Á borðinu eru kera­mik­disk­ar og vasi eft­ir Bjarna Viðar. Bjarni er einn af þekkt­ustu kera­miklista­mönn­um lands­ins. mb.is/​Eyþór
Sigrún Halla Unnarsdóttir bauð hönnuðinum, Anders Vange, að njóta með …
Sigrún Halla Unn­ars­dótt­ir bauð hönnuðinum, And­ers Vange, að njóta með sín við hátíðar­borðið. Hann er húslistamaður Ramma­gerðar­inn­ar. mbl.is/​Eyþór
Prjónastjörnurnar eru eftir prjónalistakonuna Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur.
Prjóna­stjörn­urn­ar eru eft­ir prjóna­lista­kon­una Sigrúnu Hlín Sig­urðardótt­ur. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Glerjólaskrautið, jólakötturinn, er eftir Anders Vange hjá Reykjavík Glass.
Glerjóla­skrautið, jóla­kött­ur­inn, er eft­ir And­ers Vange hjá Reykja­vík Glass. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Servíetturnar á diskunum eru hannaðar af Rammagerðinni, en mótívin eru …
Serví­ett­urn­ar á disk­un­um eru hannaðar af Ramma­gerðinni, en mó­tív­in eru frá Sig­nýju Þór­halls­dótt­ur. Það sama má segja um sköt­una og vit­ann sem hanga ým­ist á grein­un­um og skat­an sem er lögð á disk­inn. Þetta er unnið út frá mó­tív­um sem Signý teiknaði fyr­ir Ramma­gerðina á silk­is­læður, en fékk svo fram­halds­líf á serví­ett­um og sem jóla­skraut hjá Ramma­gerðinni. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert