Jólagjafalisti sælkerans sem elskar unað fyrir augu og munn

Sælkerinn kann að njóta alls þess sem kemur bragðlaukunum á …
Sælkerinn kann að njóta alls þess sem kemur bragðlaukunum á flug og lætur töfrana gerast í bragðheimunum. Samsett mynd

Sælkerinn hefur unað af jólagjöf sem gleður bæði augu og munn. Hann kann að njóta alls þess sem kemur bragðlaukunum á flug og lætur töfrana gerast í bragðheimunum. Fjölmargir veitingastaðir á landinu öllu bjóða upp á gjafabréf sem er skemmtileg gjöf fyrir þá sem elska að fara út að borða og láta dekra við sig í mat og drykk.

Síðan eru það sælkeravörurnar sem hægt er að njóta heima í kósíheitum við kertaljós og huggulegheit. Hér er listi yfir nokkrar draumagjafir fyrir sælkerann:

Ljósmynd/Olifa

Olifa sælkeragjafaöskjurnar eru upplagðar fyrir alla sælkera og ástríðukokkinn, einnig er hægt að setja með gjafabréf á La Madre Pizza í stíl við öskjurnar. Hér eru á ferðinni ítalskar hágæðavörur sem geta gert matarupplifunina meira spennandi. Skemmtilegast við þessar öskjur er að hver og einn getur sett saman sína sælkeraöskju. Hluti sölunnar af gjafaöskjunum rennur til góðgerðarmála en í fyrra styrkti Olifa Votlendi sem nemur kolefnisjöfnun 750 fólksbíla á einu ári. Hægt er að kaupa gjafaöskjurnar í verslunum Krónunnar og verð fer eftir hvað er valið í gjafaöskjurnar.

Ljósmynd/Aðsend

Mabrúka handgerðu hágæðakryddin eru kærkomin jólagjöf fyrir alla sælkera. Þetta er tilvalin gjöf fyrir þá sem elska að leika listirnar sínar með krydd þegar matreiða á bragðmikla rétti. Hægt er að fá hátíðarpakkana með ýmsum tegundum af kryddum í vefverslun Mabrúka, verslunum Hagkaups, Krónunnar og í Melabúðinni.

Ljósmynd/Aðsend

Þessi lífræna ólífuolía með trufflum frá Gridelli lyftir matargerðinni upp á hærra plan. Þessi fæst í Epal og er seld í 250 ml flöskum og kostar 4.300 kr. Það er líka góð hugmynd að setja saman gjafapakka með sælkeravörum Gridelli fyrir sælkerann.

Ljósmynd/Aðsend

Sælkerakassarnir frá Kokkunum eru tilvalin jólagjöf fyrir sælkera þar sem marga smárétti er að finna, villibráð, lax og dressingar svo fátt sé nefnt. Sælkerakassana er hægt að panta á heimasíðunni hjá Kokkunum. Hægt er að velja um nokkrar stærðir af sælkerakössum og verð er frá 7.990 kr.

Ljósmynd/Aðsend

Jólagjöfina fyrir súkkulaðiaðdáendur er meðal annars að finna hjá súkkulaðigerðinni Omnom. Í ár er Spiced White + Caramel í jólagjafaöskjunni. Það er kryddað, maltað hvítt súkkulaði með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu. Þessi klassíska blanda kemur öllum í jólafíling og minnir marga á bernskujólin. Í ár er súkkulaðið í nýjum og glæsilegum búning og kemur einnig í glæsilegri gjafaöskju í nýrri stærð sem er fullkomin til að deila. Hægt er að fá gjafaöskjuna í Ísbúð og súkkulaðiversluninni hjá Omnom og í vefverslun Omnom og kostar 3.990 kr.

Ljósmynd/Aðsend

Fyrir ostaunnendur er þessi lúxusostakarfa frá MS gómsæt gjöf. Í henni er úrval af ostum og má þar nefna gráðost, brie, hvítmygluost, blámygluost, harðkýtisost og fleira góðgæti. Ostakörfurnar má finna í helstu matvöruverslunum landsins. Þær eru til í nokkrum stærðum og gerðum og er að finna á nokkrum verðbilum.

Ljósmynd/Aðsend

Parlans Konfektyr eru handgerðar sælkeravörur sem koma beint frá hjarta Stokkhólms. Þar má nefna andgerðar klassískar karamellur, sælkerasósur og gæðasúkkulaði gert úr náttúrulegum hráefnum og alvöru ástríðu. Þetta eru kræsingar sem heilla alla sælkera. Þessar vörur fást í Epal og hægt er að velja og setja saman í gjafakassa.

Ljósmynd/Aðsend

Nordic Wasabi duft er fullkomin gjöf fyrir vandláta sælkera sem langar að töfra gestina sína upp úr skónum. Búið er að frostþurrka ferskt wasabi til þess að búa til duft, þannig að varan hefur langt geymsluþol og er einföld í notkun. Ekta wasabi er ómissandi með sushi en er einnig spennandi með öðru hráefni líkt og nauta- og lambakjöti, villibráð, fisk, súkkulaði og jafnvel í kokteila. Nordic Wasabi duftið fæst í verslunum Hagkaupa og í vefverslun Nordic Wasabi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert