Gullfallegt hátíðarborð hjá nöfnunum Önnu og Önnu

Gullfallegt þema hjá stöllunum, Önnu Lísu Rasmussen og Önnu Berglind …
Gullfallegt þema hjá stöllunum, Önnu Lísu Rasmussen og Önnu Berglind Júlísdóttur. Gyllti liturinn er í forgrunni í bland við hvíta litinn og englar og gulllitaður krans eru rauði þráðurinn. Samsett mynd

Nöfn­urn­ar og fag­ur­ker­arn­ir Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir sem halda úti síðunni Skreyt­um borð á In­sta­gram töfruðu fram gull­fal­legt hátíðar­borð á dög­un­um og deildu með fylgj­end­um sín­um.

Þær eru list­ræn­ar með ein­dæm­um þegar kem­ur að því að leggja á borð og gefa okk­ur hinum inn­blást­ur fyr­ir borðhaldið. Íslensk hönn­un skip­ar stór­an sess þegar hátíðar­borðið er skreytt og lista­kon­an og hönnuður­inn Hekla Björk Guðmunds­dótt­ir er í miklu upp­á­haldi hjá þeim stöll­um. Hekla fær inn­blást­ur sinn úr ís­lensku sveit­inni og nátt­úr­unni sem birt­ist sterkt í allri hönn­un henn­ar og á vel við á hátíðar­stund­um.

„Við höf­um báðar mik­inn áhuga á hvers kon­ar hönn­un og stíliser­ingu og lang­ar okk­ur til að deila okk­ar hug­mynd­um með sem flest­um með von um að ein­hverj­ir geti nýtt sér þær. In­sta­gramsíðan okk­ar er nokkuð fjöl­breytt en við tök­um búðarrölt reglu­lega og sýn­um frá því þegar við erum að skoða það sem okk­ar upp­á­haldsversl­an­ir hafa upp á að bjóða, einnig föndr­um við oft og breyt­um jafn­vel hlut­um sem við kaup­um á nytja­mörkuðum. En fyrst og fremst erum við að sýna frá því þegar við erum að leggja á borð fyr­ir hin ýmsu tæki­færi,“ seg­ir Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir með bros á vör.

Matarstellið er hvít með gylltum röndum og glösin eru með …
Mat­ar­stellið er hvít með gyllt­um rönd­um og glös­in eru með gyll­ingu. Þemað við stellið völdu þær engla í gyllt­um kjól­um og þemað henn­ar Heklu sem ber heitið Hátíð ljóss og friðar. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir

Bjuggu til kerta­stjaka úr glös­um

„Um dag­inn fór­um við í Hekla Íslandi og það er eins og að detta inn í æv­in­týra­heim að koma í þá versl­un. Við vor­um svo heppn­ar að fá lánaðar hjá þeim vör­ur til að leika okk­ur með. Okk­ur fannst til­valið að leggja á jóla­borð en það er svo mikið af fjöl­breytt­um jóla­vör­um til í versl­un­inni. Eins og svo oft áður þá verðum við að redda okk­ur með alls kyns lausn­um eins og að búa til kerta­stjaka úr glös­um á fæti en í sveit­inni þá bara bjarg­ar maður sér því ekki stekk­ur maður út í búð án þess að keyra lang­ar leiðir,“ seg­ir Anna og hlær.

Nöfnurnar eru afar útsjónarsamar og brugðust til þess ráðs að …
Nöfn­urn­ar eru afar út­sjón­ar­sam­ar og brugðust til þess ráðs að nýta glas sem kerta­stjaka fyr­ir hátíðarkertið með því að snúa því á hvolf og nota fót­inn sem stjaka. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir

Þær stöll­ur eru löngu farn­ar að hugsa fyr­ir skreyt­ing­um á jóla- og ára­móta­borðin hjá sér en þau verða ef­laust mjög ólík hjá þeim vin­kon­un­um, enda finnst þeim gam­an að hafa þau ólík og nýta fjöl­breyti­leik­ann.

Gylltu hringirnir frá Heklu passa ákaflega vel með stellinu á …
Gylltu hring­irn­ir frá Heklu passa ákaf­lega vel með stell­inu á hátíðar­borðinu. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir

Hér fyr­ir neðan má sjá mynd­bandið sem þær deildu af hátíðar­borðinu á dög­un­um:

 

Englarnir eru einstaklega fallegir á borðinu.
Engl­arn­ir eru ein­stak­lega fal­leg­ir á borðinu. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir
Ljóss hátíðar og friðar er viðeigandi þema á hátíðarborðið.
Ljóss hátíðar og friðar er viðeig­andi þema á hátíðar­borðið. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir
Grænt greini í bland við borðbúnaðinn kemur fallega út og …
Grænt greini í bland við borðbúnaðinn kem­ur fal­lega út og kem­ur með jóla­and­ann. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir
Fallegt hvítt hreindýr prýðir stofuskenkinn.
Fal­legt hvítt hrein­dýr prýðir stofuskenk­inn. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir
Hátíðleikinn í fyrirrúmi.
Hátíðleik­inn í fyr­ir­rúmi. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir
Þetta fallega viskastykki er líka úr hátíðarlínu Heklu,
Þetta fal­lega viska­stykki er líka úr hátíðarlínu Heklu, Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert