Nú geta allir aðdáendur Wasabi fagnað

Nýjasta nýtt frá Nordic Wasabi er Wasabi powder eða Wasabi …
Nýjasta nýtt frá Nordic Wasabi er Wasabi powder eða Wasabi duft sem er ótrúlega einfalt í notkun og er unnið úr ekta fersku wasabi. Ljósmynd/Aðsend

Nýjasta nýtt frá Nordic Wasabi er Wasabi powder eða Wasabi duft. Nordic Wasabi duft er ný og spennandi vara.

„Búið er að frostþurrka ferskt wasabi til þess að búa til duft, þannig að varan hefur langt geymsluþol og er einföld í notkun. Það eina sem þarf að gera er að blanda einni teskeið af vatni við eina eina teskeið af dufti og láta það standa í 5 mínútur á meðan bragðið jafnar sig, og þá er komið ómótstæðilegt ekta wasabi,“ segir Ragnar Atli Tómasson, eigandi hjá Nordic Wasabi.

Wasabi duftið kemur í fallegum umbúðum og er sáraeinfalt í …
Wasabi duftið kemur í fallegum umbúðum og er sáraeinfalt í notkun. Ljósmynd/Aðsend

„Með Nordic Wasabi duftinu er mögulegt að fá 100% hreint wasabi án þess að þurfa að undirbúa rótina, skera hana og skræla ásamt því að líftími vörunnar hefur verið lengdur til muna. Þess má jafnframt geta að flest allt wasabi sem fáanlegt er í dag er nefnilega ekki wasabi heldur blanda af piparrót, sinnepi og grænum matarlit,“ bætir Ragnar Atli við.

Ómissandi með sushi

Ekta wasabi er ómissandi með sushi en er einnig spennandi með öðru hráefni líkt og nauta- og lambakjöti, villibráð, fisk, súkkulaði og jafnvel í kokteila.

„Nordic Wasabi duftið er einfalt í notkun og frábær leið til þess að bragðbæta hvaðeina sem hugurinn girnist, enda passar wasabi vel með svo ótal mörgu,“ segir Ragnar Atli og segir að þetta sé í raun bylting að vera kominn með þetta duft í hendurnar.

Hægt er að búa til sitt eigið wasabi til að …
Hægt er að búa til sitt eigið wasabi til að hafa með sushi-inu. Ljósmynd/Aðsend

Nordic Wasabi Powder er hrein íslensk framleiðsla. Ferskt, ekta wasabi er ræktað á Íslandi en wasabi-plantan kemur upprunalega frá Japan og er ræktuð hér á Íslandi með hreinni orku við umhverfisvænar aðstæður. Wasabi duftið er fáanlegt í öllum verslunum Hagkaups og í vefverslun Nordic Wasabi.

Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar hugmyndir úr smiðju Nordic Wasabi-teymisins, sem allir geta leikið eftir og slá alltaf í gegn. 

Síðan er hægt að búa til wasabi smjör, wasabi hunang, …
Síðan er hægt að búa til wasabi smjör, wasabi hunang, eða jafnvel kokteil með wasabi. Ljósmynd/Aðsend

Wasabi hunang

  • Blandið wasabi-duftinu með vatni.
  • Leyfið að standa í 5 mínútur.
  • Blandið í hunang eftir smekk.
  • Berið fram með ostum.

Wasabi smjör

  • Blandið wasabi-duftinu með vatni.
  • Leyfið að standa í 5 mínútur.
  • Þeytið smjör, bætið wasabi-inu út í, smá salti og smá sítrónu eftir smekk.
  • Parast vel með kjöti, fisk, bökuðum kartöflum og öllu því sem ykkur dettur í hug.

Wasabi sýrður rjómi

  • Blandið wasabi-duftinu með vatni.
  • Leyfið að standa í 5 mínútur.
  • Blandið út í sýrðan rjóma.
  • Gott að setja smá sítrus með.
  • Parast vel með laxi og öðrum fiski.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert