Rúnar er búinn að fullkomna sósuna með purusteikinni

Rúnar Gíslason kann trixin þegar galdra á fram sósu sem …
Rúnar Gíslason kann trixin þegar galdra á fram sósu sem lyftir hátíðarmáltíðinni á hærra plan. Hér er sósan með purusteikinni fullkomnuð. mbl.is/Árni Sæberg

Nú er komið að sósunni með purusteikinni sem margir geta ekki verið án um hátíðirnar. Meistarakokkurinn og matgæðingurinn Rúnar Gíslason hjá Kokkunum er búinn að fullkomna sósuna með purusteikinni eins og hann vill hafa hana. Hann deilir hér með lesendum uppskrift að piparrótarsósu með hátíðarívafi.

Rúnar Gislason rekur meðal annars veisluþjónustuna Kokkana og veitingastaðinn Spíruna.
Rúnar Gislason rekur meðal annars veisluþjónustuna Kokkana og veitingastaðinn Spíruna. mbl.is/Árni Sæberg

Piparrótarsósa með purusteik

  • 2 stk. skalotlaukar
  • 2 stk. negulnaglar
  • 1 stk. stjörnuanís
  • 4 dl rauðvín
  • 1 l vatn
  • 1 tsk. piparrót í pökkum frá Scandia
  • Olía til steikingar
  • Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
  • Kjötteningur (nota kjötkraftinn til að smakka til)
  • 50 g smjör
  • 2 msk. hveiti
  • Sósulitur eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið laukinn gróft.
  2. Setjið olíu í pott ásamt lauknum, negulnöglunum og stjörnuanísnum.
  3. Svitið þar til byrjar að brúnast.
  4. Hellið þá rauðvíninu út í og sjóðið niður um einn þriðja.
  5. Hellið þá vatninu út ásamt kjötteningnum/kraftinum.
  6. Sjóðið áfram við vægan hita í um það bil 10-15 mínútur.
  7. Útbúið smjörbollu úr smjörinu og hveitinu og blandið sósunni saman við bolluna og látið sjóða í um það bil 5-10 mínútur.
  8. Sigtið sósuna og setjið piparrótina út í í lokin.
  9. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert