Bragðgóður og ferskur basil- og vínberjakokteill fyrir helgina

Þessi kokteill er fallegur og bragðgóður.
Þessi kokteill er fallegur og bragðgóður. Ljósmynd/Aðsend

Þessi bragðgóði og ferski basil- og vínberjakokteill steinliggur sem fordrykkur í næsta boði. Eða bara þegar þig langar að gera vel við þig og þína. Galdurinn við bragðið er ferskt basil, það passar svo dásamlega vel í kokteila og gerir þá svo ferska. Það er líka hægt að gera þennan óáfengan og setja sódavatn og seven-up í staðinn fyrir áfengið og njóta þess að drekka ferskan basildrykk sem bragð er af.

Það gæti líka verið lag að merja basillaufin og vínberin í mortél áður en hráefnið er sett í kokteilhristarann.

Basil- og vínberjakokteill

  • 45 ml vodki
  • 15 ml dry dolin vermouth eða annar vermouth að eigin vali
  • 15 ml límónusafi
  • 1 cl hrásykurssíróp (2-1)
  • 2 – 3 greinar VAXA basilika
  • 7 niðurskorin vínber
  • 3 vínber til skrauts

Aðferð:

  1. Frystið/kælið martini-glas.
  2. Setjið vínberin í kokteilahristara og merjið vel, bætið síðan við restinni af hráefnunum.
  3. Geymið nokkur vínber til skrauts, einnig er hægt að geyma basillauf til skrauts.
  4. Bætið klökum út í kokteilhristarann og hristið vel í um það bil 15 sekúndur.
  5. Sigtið og hellið í kælt martini-glas.
  6. Skreytið að lokum með vínberjum og/ eða basil.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert