Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er iðin við að nýta jólaafgangana og gerði þessar dásamlegu tartalettur með hangikjöti. Það eru nefnilega oft til afgangar eftir jólamatarboðin og þá er lag að nýta þá í góða rétti.
Þetta er ein snilldarleiðin til þess að nýta afganga af hangikjötinu og meðlætinu ef vill.
Tartalettur með hangikjöti
10 stykki
- 10 tartalettur
- 200 g hangikjöt eða eftir smekk
- 100 g grænar baunir eða eftir smekk
- 100 g soðnar kartöflur, má sleppa
- 150 g þykkur jafningur/uppstúfur
- Rifinn ostur
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Notið afgangssneiðar af hangikjöti og skerið í litla bita.
- Skerið kartöflurnar ef þið kjósið að vera með þær, einnig í litla bita og blandið næst öllu saman með sleikju nema ostinum.
- Fyllið tartaletturnar með hangikjötsblöndu, setjið vel af rifnum osti yfir og bakið í ofninum í 15-18 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
- Berið fram og njótið.