Sigrún Sól Vigfúsdóttir gefur lesendum Matarvefsins uppskrift að girnilegum kransakökubitum með hvítri trufflu og sykruðum límónum og Panna Cotta með jarðarberjageli sem munu steinliggja í áramótaveislunni.
Sigrún er hæfileikaríkur bakari og hefur þegar unnið til verðlauna fyrir bakstur. Hún hlaut þriðja sætið í keppninni um titilinn Brauð ársins árið 2025 sem fram fór í nóvember síðastliðnum og auk þess sem hún sló í gegn í Puratos-kökukeppninni sem haldin var á vegum ÓJK-ÍSAM á Stóreldhússýningunni fyrr í vetur. Þar hlaut hún önnur verðlaun fyrir saltkaramelluköku.
Það má með sanni segja að Sigrún Sól hafi ekki hæfileikana langt að sækja en hún er bakari og konditor af þriðju kynslóðinni af bökurum í Bakarameistarafjölskyldunni.
„Ég var að klára nám í Danmörku, þar sem ég útskrifaðist bæði bakari og konditor. Núna vinn ég í Bakarameistaranum, sem er fjölskyldufyrirtæki. Bakstur og kökugerð er eitt af mínum uppáhaldsáhugamálum og ég hef verið í kringum bakstur allt mitt líf. Ég elska að læra nýja hluti og víkka sjóndeildarhringinn þegar það kemur að bakstri og kökugerð,“ segir Sigrún Sól og brosir breitt.
Aðspurð segist hún líka vera með mikinn keppnisanda og hafa gaman af því að taka þátt í baksturskeppnum. Það haldi henni við efnið og veiti henni innblástur til að þróa nýjar uppskriftir.
Var til að mynda undirbúningurinn fyrir keppnina um Brauð ársins erfiður?
„Ég notaði mikinn tíma í að fínpússa og þróa uppskriftina, finna réttu hlutföllin og réttu bragðsamsetninguna. Þetta brauð er svolítið nostalgískt fyrir mér og því var mikilvægt fyrir mig að gera allt rétt,“ segir Sigrún Sól alvörugefin.
Hvernig myndir þú lýsa brauðinu þínu?
„Ég myndi lýsa því sem hinu fullkomna grillbrauði, algjörri bragðbombu.“
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í bakstrinum?
„Í þessari faggrein finnst mér maður aldrei vera búinn að læra, þrátt fyrir að hafa verið útskrifaður sveinn þá er nóg eftir. Þannig framtíðin er vonandi full af nýjum og spennandi hlutum til að læra.“
Þegar kemur að því að ræða jólahefðirnar í bakstri segist Sigrún Sól hafa lært mikið í Danmörku og tekið með sér siði þaðan.
Alltaf bakað kransakökur og kransabita fyrir áramótin
„Síðastliðin fimm ár hef ég búið í Danmörku og þar hef ég alltaf bakað kransakökur og kransabita fyrir mig og mína fyrir áramótin. Kransabitarnir sem ég var von að gera hér heima slógu rækilega í gegn hjá vinum um áramótin síðustu 5 árin. Hefðin er að fá sér kransaköku og eitt glas af kampavíni í Danmörku þegar nýtt ár hefur verið slegið inn.
Eru íslenskar baksturshefðir í hávegum hafðar þegar jólin eru annars vegar hjá þér og þínum?
„Já, algjörlega. Síðan ég man eftir mér hef ég bakað smákökur og annað góðgæti fyrir jólin. Sörur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi, piparkökur, heimagerður ís og annað góðgæti. Önnur hefð hjá fjölskyldunni er að bjóða upp á snittur og heimagert heitt súkkulaði á jóladagsmorgun.“
Hefur þú gaman af því að blanda saman ólíkum hefðum eins og vera með þjóðlegar smákökur í bland við íslensku kökurnar?
„Hefðirnar hjá mér yfir hátíðirnar hafa breyst mikið í gegnum árin vegna þess að ég hef búið erlendis. Þar kynntist ég mörgum nýjum hefðum í gegnum vini og vandamenn sem ég hef svo blandað saman við mínar eigin. Það hefur verið mjög gaman að læra nýjar þjóðlegar hefðir frá mismunandi fólki.“
Er eitthvað sem þér finnst ómissandi að baka fyrir áramótin?
„Mér finnst ómissandi að baka kransabita og kransaköku fyrir áramótin. Einnig finnst mér algjörlega ómissandi að hafa góðan eftirrétt og heimagerðan ís á áramótaborðinu.
Mig langar að gefa lesendum uppskriftir að tveimur vinsælustu eftirréttunum á mínu heimili sem við gerum fyrir áramótin. Það eru kransabitar með smá sætu og smá súru. Þeir eru fullkomnir með kampavíninu á miðnætti. Panna Cotta sem er ítalskur eftirréttur sem þýðist sem soðinn rjómi með fersku jarðarberjageli. Steinliggur í áramótagleðinni með freyðandi drykkjum,“ segir Sigrún Sól og brosir.
Kransabitar með hvítri trufflu og sykruðum límónum
Kransamassi
Aðferð:
Hvítur trufflumassi
Aðferð:
Sykruð límóna
Aðferð:
Panna Cotta með jarðarberjageli
Fyrir 4/ 4 glös
Aðferð:
Jarðarberjagel
Aðferð: