Það eru margir sem eiga afgang af hangikjöti eftir jólamatarboðin síðustu daga og þá er lag að nýta það og töfra fram eitthvað gott. Það er til að mynda upplagt að nota afgangana í hangikjötssalat og þá er líka hægt að nýta baunirnar ef eitthvað er eftir af þeim.
Á milli jóla og nýárs er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati þar sem jólahangikjötið kemur við sögu. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og baunum og gulrótum úr dós er galdurinn.
Valgerður Gréta Gröndal matarbloggari, alla jafna kölluð Valla, útbjó þetta gómsæta hangikjötssalat og fékk sér það ofan á danskt rúgbrauð og þá er þetta orðið eins ekta smurbrauð. Mjög aðlaðandi framsetning og skemmtilegt að bjóða upp á smurbrauð á þessum árstíma.
Hangikjötssalat af betri gerðinni
Aðferð: