Margir hræðast að baka marens og helst þá hræddir um að hann falli. Uppskriftin skiptir máli og það skiptir ekki síður máli að vanda til verka. Þá getur baksturinn ekki klikkað.
Þessi uppskrift er að hinum fullkomna marens. Síðan getur þú ráðið hvað þú vilt setja á hann og hvernig þú vilt skreyta hann. Til að mynda þykir mörgum gott að vera með góða marenstertu á hátíðisdögum með ferskum berjum og karamellusósu.
Hinn fullkomni marens
- 4 eggjahvítur
- 200 g sykur
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 150°C.
- Aðskiljið egg.
- Setjið eggjahvítur í skál og eggjarauður til hliðar og notið síðar.
- Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykrinum út í.
- Þegar hægt er að hvolfa skálinni þá er marensinn tilbúinn.
- Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
- Mótið marensinn á plötunni og setjið inn í ofn.
- Setjið kökuna inn í ofn og bakið í korter. ÉLækkið hitann niður í 100°C og bakið í klukkutíma.
- Geymið kökuna inni í ofni yfir nótt og setjið á hana daginn eftir.