Bjarki Gunnarsson verslunarstjóri hjá fiskversluninni Hafinu elskar fátt meira en að matreiða og búa til ljúffenga rétti um hátíðirnar. Nú styttist óðum í þrettándann, síðasta dag jóla sem framundan er þann 6. janúar næstkomandi og þá er lag að nota tækifærið og gera vel við sig með góðu sjávarfangi. Hann ætlar til að mynda að bjóða upp á þennan ljúffenga laxatartar með reyktum og ferskum lax.
Bjarki er Reyðfirðingur og lærður kjötiðnaðarmaður og matreiðslumeistari, hefur mikinn áhuga á villibráð og stundar skotveiði.
„Fjölskyldan og jólahátíðin er í miklu uppáhaldi hjá mér, samvera og góður matur þá í forgrunni. Ég er verslunarstjóri hjá Hafinu fiskversluninni í Hlíðasmára ásamt því að sjá um vöruþróun þar. Við fjölskyldan erum mikið jólafólk, hvort sem það er að skreyta eða matbúa um jólahátíðina. Heima er stöðugt verið að stússast við ýmsa matargerð meira og minna frá miðjum nóvember og fram yfir þrettándann, allt frá bakstri, laufabrauðsgerð frá grunni, að grafa og reykja villibráð, fara í paté-gerð og gera eftirrétti svo fátt sé nefnt,“ segir Bjarki og bætir við að hann haldi fast í matarhefðir.
„Við vinnum mikið með eigin uppskriftir ásamt uppskriftum frá mæðrum og ömmum okkar hjóna, uppskriftir sem ganga í erfðir. Til að mynda finnst mér ómissandi að vera með rjúpur á gamla mátann yfir hátíðirnar. Síðan er það jólagrauturinn hjá konunni sem er ávallt í hádeginu á aðfangadag með möndlunni og heitri karamellusósu. Við bjóðum ávallt upp á smáréttahlaðborð stuttu fyrir Þorláksmessu, eða við höfum það með jólagrautnum í hádeginu á aðfangadag, bara hvað hentar hverju sinni. Humarsúpan og reyk-laxatartar eru ómissandi forréttir um áramótin eða kringum þrettándann.“
Mig langar einmitt að deila með lesendum uppskriftinni að reyk-laxatörtum sem tilvalið er að útbúa á nýja árinu eða jafnvel með síðustu jólamáltíðinni á þrettándanum. Við gerum þennan rétt ávallt um áramótin, hann klikkar ekki.“
Reyk-laxatartar
Fyrir 6
Aðferð:
Piparrótarsósa
Aðferð: