Gurrý djúsar sig í gang á nýju ári

Unnur Guðríður Indriðadóttir, ávallt kölluð Gurrý, djúsar sig í gang …
Unnur Guðríður Indriðadóttir, ávallt kölluð Gurrý, djúsar sig í gang í janúar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri hjá Lemon, er byrjuð að undirbúa sig fyrir matarvenjurnar í janúar eftir að hafa verið í matardekri fyrir hátíðirnar. Hún segist ávallt finna fyrir ákveðnum létti í janúar þegar hún er búin að djúsa sig í gang og færa sig yfir í léttari matseðil.

„Ég fagna desember ár hvert, aðventan er stemningartími þar sem samverustundir með vinum og fjölskyldu eru í fyrirrúmi. Þetta er mánuðurinn sem maður leyfir sér allt í mat og drykk. Yfir jólin borða ég mikið af reyktu kjöti og vakna nánast alla daga með pulsuputta, en ég meina hver er ekki þannig,“ segir Gurrý og hlær.

„Ég nenni ekki að hugsa um þetta í desember, leyfi mér bara að njóta en svo reyni ég að hafa janúar frekar léttan. Tek djúsdag við og við, bara til að koma mér í gang aftur og losna við allt reykta kjötið úr kerfinu. Yfirleitt borða ég eitthvað létt með djúsdeginum, fæ mér til dæmis hafgraut á morgnana og salat eða súpu um kvöldið. En það fer alveg eftir því hvernig ég er stemmd og það er alltaf best að hlusta á líkamann og finna hvað hentar manni best,“ segir Gurrý. Ég hef verið að vinna með Detox-pakka Tobbu Marinós og sellerísafa þessa dagana, það er ótrúlegt hvað þessir safar geta skolað burt desembersukkinu.

Safarnir hennar Tobbu rjúka út

Eftir að Tobba Marinós seldi Granólabarinn þá gáfum við vörum hennar annað heimili á Lemon, þar á meðal Detox-pakkanum og selleríhreinsuninni. Þessir safar hafa rokið út hjá okkur enda eru þeir ekki bara góðir, þeir virka. Safarnir fara í sölu í Hagkaup á næstunni en eru nú til sölu á vefsíðu Lemon. Þú pantar einn dag, getur bætt við sellerísafa eða engifersafa og svo sótt næsta virka dag á þeim Lemon-stað sem hentar best,“ segir Gurrý og bætir við að þetta sé eitthvað sem virkar fyrir marga.

„Á Lemon bjóðum við upp á þrenns konar pakka fyrir safahreinsun, Lemon Six pack, Detoxpakka Tobbu og selleríhreinsun Tobbu. Við setjum engifer og sítrónu í meirihlutann af djúsunum, því engifer dregur er bólgum og örvar meltingarveginn og sítrónur eru ríkar af C vítamíni og innihalda hátt hlutfall af kalíum.“

Þeir sem luma á safavél heima og vilja prófa að útbúa sér djús heima þá fengum við uppskrift hjá Gurrý að Túrmerikbombunni sem er sögð vera bólgueyðandi, hreinsandi og góð gegn svitaköstum í tíðarhvörfum.

Túrmerikbomban er sögð vera bólgueyðandi, hreinsandi og góð gegn svitaköstum …
Túrmerikbomban er sögð vera bólgueyðandi, hreinsandi og góð gegn svitaköstum í tíðarhvörfum. Unsplash/Osha Key

Túrmerikbomban

  • 25 g túrmerik
  • ¼ sítróna
  • 300 g gulrætur
  • 400 g epli
  • 0,5 g pipar

Aðferð:

  1. Setjið túrmerik, sítrónu, gulrætur og epli í djúsvél og blandið vel.
  2. Hellið síðan safa í glas og setjið pipar út í og hrærið.
  3. Síðan er bara að drekka og njóta hvers sopa.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka