Rækjukokteill með avókadó og mangó sem gleður bragðlaukana

Skemmtileg útfærsla á rækjukokteil með avókadó og mangó.
Skemmtileg útfærsla á rækjukokteil með avókadó og mangó. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Til eru margar útfærslur af rækjukokteil og hann nýtur ávallt vinsælda. Nú er helgi fram undan og upplagt að gera vel við sig síðustu jóladagana og skella í ljúffengan rækjukokteil sem gleður bragðlaukana.

Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessum frábæra rækjukokteil sem vel er hægt að mæla með. Í þessum er til að mynda avókadó og mangó sem gera kokteilinn ferskan og braggóðan.

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/reel/DDuygR-gyJN/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank">A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)</a>

Rækjukokteill með avókadó og mangó

Fyrir 6

  • 500 g stórar rækjur
  • 1 sítróna (safinn)
  • 1 mangó
  • 1 avókadó
  • ½ rauðlaukur
  • 2 msk. kóríander
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Salat til að skreyta með
  • Chilli-majónes (sjá uppskrift hér að neðan)

Aðferð:

  1. Skolið og þerrið rækjurnar vel.
  2. Skerið mangó og avókadó smátt niður og saxið rauðlauk og kóríander.
  3. Kreistið sítrónusafann yfir rækjurnar og blandið síðan öllum öðrum hráefnum saman við.
  4. Blandið öllu vel saman og skiptið niður í falleg glös á fæti.
  5. Skreytið með kálblaði og toppið með chilli-majónesi.

Chilli-majónes

  • 100 g sýrður rjómi
  • 100 g majónes
  • 2 msk. Sriracha-sósa
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Pískið allt saman í skál og njótið með rækjunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka