Eftirréttur ársins 2024 hjá Elenoru

Elenora Rós Georgsdóttir galdraði fram eftirrétt ársins 2024 úr sinni …
Elenora Rós Georgsdóttir galdraði fram eftirrétt ársins 2024 úr sinni smiðju fyrir fylgjendur sína á dögunum. Samsett mynd

Súkkulaðimús með Sterkum djúpum með rísbotni er eftirréttur ársins 2024 hjá Elenoru Rós Georgsdóttur bakara sem hefur brætt landsmenn með útgeislun sinni og einlægri framkomu.

Hún galdraði fram þessa bragðgóðu mús fyrir fylgjendur sína á dögunum og skreytti hana með stjörnuljósi.

„Músin er hlægilega einföld, silkimjúk og fáránlega bragðgóð. Hún gjörsamlega bráðnar í munni og heillar alla upp úr skónum,“ segir Elenora með bros á vör.

„Músin er tilvalinn eftirréttur sem auðvelt er að henda í þegar nóg annað er að gera, geymist vel og rennur ljúft niður enda jafn falleg og hún er góð,“ bætir Elenora við.

Nú er bara að læra listina hjá Elenoru og það gæti verið lag að kveðja jólin á þrettándanum með þessari bragðgóðu mús.

View this post on Instagram

A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)

Súkkulaðimúsin hennar Elenoru

  • 1 pk. Rískúlur
  • 300 g Súkkulaðiðstykkið Sterkar djúpur
  • 500 ml rjómi (fyrir músina)
Til skrauts
  • 500 ml rjómi
  • Freyju súkkulaðispænir
  • Falleg, fersk ber að eigin vali

Aðferð:

  1. Setjið súkkulaðistykkið Sterkar djúpur í skál og brytjið það niður í smærri einingar.
  2. Hitið næst 250 ml af rjóma í potti við vægan hita og hellið yfir súkkulaðið.
  3. Léttþeytið það sem eftir er af rjómanum (250 ml) þar til hann er farinn að halda sér vel en er ekki stífþeyttur.
  4. Blandið súkkulaðiblöndunni og þeytið rjómanum varlega saman með skeið.
  5. Myljið rískúlurnar og setjið í botninn á glösunum eða skálunum sem þið viljið bera réttinn fram í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert