Guðdómlega góð ísterta sem allir verða ástfangnir af

Guðdómlega góð og falleg ísterta sem gleður öll hjörtu.
Guðdómlega góð og falleg ísterta sem gleður öll hjörtu. mbl.is/Sjöfn

Um hátíðirnar gerði ég þessa guðdómlega góðu ístertu með jólasúkkulaðinu frá Omnom. Bragðið af súkkulaðinu er innblásið af klassíska hátíðardrykknum Malti & Appelsíni, appelsínuberki, kanil og öðrum ljúffengum kryddum ásamt stökkri karamellu. Þetta bragð kemur rosalega vel út.

Síðan lagaði ég heita saltkaramellusósu með ístertunni en ístertan er líka góð án sósu. Allir matargestirnir urðu hreinlega ástfangnir af ístertunni og eru búnir að panta að sú verði ávallt borin fram í næstu jólaboðum. Ístertuna skreytti ég með ferskum myntulaufblöðum, rifsberjum og fyllti gatið með ferskum hindberjum. Í lokin dreifði ég síðan minni Nóa Kroppi á diskinn.

Það er virkilega gaman að velja falleg form þegar gera á heimagerðan ís eða ístertu. Til að mynda gerði formið mjög mikið fyrir þessa ístertu og það var gaman að skreyta hana og bera fram. Hún fangar bæði augu og munn.

Fallegt er að bera ístertuna fram á keramikdísk sem fangar …
Fallegt er að bera ístertuna fram á keramikdísk sem fangar augað. Þessi diskur er eftir Rögnu Ingimundardóttur keramikar. mbl.is/Sjöfn

Omnom ístertan að hætti Sjafnar

  • 5 egg aðskilin
  • 65 g sykur
  • ½ l rjómi, þeyttur
  • 380 g Spicy + White jólasúkkulaðið frá Omnom

Til skrauts

  • Fersk myntulauf frá VAXA
  • Fersk jarðarber, hindber og rifsber eftir smekk
  • Mini Nóa Kropp, má sleppa

Aðferð:

  1. Aðskilið eggin og takið hvíturnar frá.
  2. Þeytið eggjarauður og sykur vel saman þar til létt og ljóst.
  3. Bræðið 200 g af Omnom-súkkulaðinu yfir vatnsbaði og saxið rest.
  4. Stífþeytið rjómann í einni skál og stífþeytið eggjahvíturnar í annarri.
  5. Kælið brædda súkkulaðið aðeins og blandið því varlega saman við eggjarauðu blönduna.
  6. Hrærið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna ásamt söxuðu súkkulaðinu.
  7. Hrærið síðustu stífþeyttu eggjahvítunum vel saman við ísblönduna en varlega með sleikju.
  8. Setjið í meðalstórt form og frystið í að minnsta kosti í 5 klukkustundir en helst yfir nótt.
  9. Takið úr frysti 15 mínútum áður en bera á ístertuna fram.
  10. Setjið ístertuna á fallegan disk og skreytið að vild.
  11. Hægt til að mynda að skreyta með ferskri myntu og berjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert