Michelin-stjörnustaðirnir ÓX og Flore lofa ógleymanlegri matarupplifun

Jasper Panis matreiðslumeistari og Lars Kleverlaan, Sommelier, frá veitingastaðnum Flore …
Jasper Panis matreiðslumeistari og Lars Kleverlaan, Sommelier, frá veitingastaðnum Flore munu vera með teyminu á ÓX dagana 15. og 16. janúar næstkomandi og bjóða upp á ógleymanlega matarupplifun. Samsett mynd

Sjaldséður viðburður er framundan á Michelin-stjörnuveitingastaðnum ÓX þar sem töfrarnir gerast í matarheiminum. ÓX og Michelin-stjörnustaðurinn Flore í Amsterdam munu leiða saman krafta sína og bjóða upp á einstaka matarupplifun sem á sér enga líka.

Jasper Panis matreiðslumeistari á Flore er kominn hingað til lands þar sem hann og Þráinn ætla að leika listir sínar fyrir matargesti. Þeir ásamt starfsfólki sínu eru búnir að setja saman árstíðabundinn matseðil sem lofar kvöldi ógleymanlegra bragða, handverks og sköpunar, ásamt frábærum vín- og drykkjarseðli sem Lars Kleverlaan og Manuel hafa sett saman.

Jasper Panis matreiðslumeistari á Flore í Amsterdam er mættur til …
Jasper Panis matreiðslumeistari á Flore í Amsterdam er mættur til að leika listir sína á ÓX. Ljósmynd/Aðsend

Skartar tveimur Michelin-stjörnum

Flore skartar tveimur Michelin-stjörnum og grænni stjörnu fyrir sjálfbæran mat. Panis er vel þekktur í heimi matreiðslumeistara líkt og Þráinn sem vart þarf að kynna en hann hefur vakið mikla athygli fyrir matargerð sína og sköpunarhæfileika, bæði á ÓX og Sumac.

„Við erum orðinn mjög spennt að taka á móti matreiðslumeistaranum Jasper Panis og Lars Kleverlaan, Sommelier, frá veitingastaðnum Flore,“ segir Þráinn með bros á vör.

Aðeins tvö kvöld eru í boði á þennan glæsilega viðburð, fimmtudagskvöldið 15. janúar og föstudagskvöldið 16. janúar næstkomandi og þá verður öllu tjaldað til. Veitingastaðurinn ÓX er staðsettur við Laugaveg 55 í hjarta höfuðborgarinnar þar sem leyndardómarnir gerast.

Veitingastaðurinn Flore í Amsterdam skarta tveimur Michelin-stjörnum.
Veitingastaðurinn Flore í Amsterdam skarta tveimur Michelin-stjörnum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert