Þá er komið að því ljóstra upp hvaða kaka var vinsælust fyrir helgarbaksturinn á matarvefnum á árinu sem var að líða. En dagskrárliðurinn er ómissandi þáttur og nýtur mikilla vinsælda hjá lesendum.
Hér er á ferðinni kaka sem er svo góð fyrir sálina og stendur undir nafni. Eftir að hafa prófað og boðið mínum bestu í kökukaffi er það staðfest. Kakan kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ofan úr fjallinu í Kjós, úr Móberginu. Þetta er afar einföld uppskrift og það þarf ekki einu sinni hrærivél til að töfra þessa guðdómlegu köku fram.