Innkalla döðlur: Vont bragð og lykt

Sala á Döðlur saxaðar frá Til hamingju hefur verið stöðvuð …
Sala á Döðlur saxaðar frá Til hamingju hefur verið stöðvuð og innkölluð. Ljósmynd/Aðsend

Nathan & Olsen, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Döðlur saxaðar frá Til hamingju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan & Olsen og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Ástæða innköllunar

Kvartanir hafa borist um vonda lykt eða bragð af döðlunum.

Hver er hættan?

Mögulega eru matvælin skemmd og því óhæf til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: Til hamingju

Vöruheiti: Döðlur saxaðar

Geymsluþol: Best fyrir lok: 06.2025, 08.2025, 10.2025

Strikamerki: 5690595095496

Nettómagn: 250 g

Framleitt fyrir: Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík

Framleiðsluland: Bretland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.

Dreifingaraðilar og verslanir sem selja eftirfarandi vöru eru:

Hagkaup, Verslunin Einar Ólafsson, Fjarðarkaup, Heimkaup, Hlíðarkaup, Hraðkaup Hellisandi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kauptún, Krónan, Bláfell, Melabúðin, Smáralind, Verslunin Álfheimar og Verslunin Kassinn.

Leiðbeiningar til neytenda

Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni til Nathan & Olsen. Þjónustuver Nathan & Olsen veitir nánari upplýsingar í síma 530 4800 eða gæðastjóri í gegnum netfangið sigridur.markusdottir@1912.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert