Einföld og fljótgerð kjúklingabaka

Mexíkósk kjúklingabaka sem allir geta gert og yngri kynslóðin elskar.
Mexíkósk kjúklingabaka sem allir geta gert og yngri kynslóðin elskar. Ljósmynd/Svava Gunnarsdóttir

Þessi kjúklingabaka er ómótstæðilega góð og það er ofureinfalt að gera hana. Svona réttir slá gjarnan í gegn hjá yngri kynslóðinni og það er upplagt að leyfa börnunum að taka þátt í matseldinni. Uppskriftin kemur úr smiðju Svövu Gunnarsdóttur hjá Ljúfmeti og lekkerheit en hún á gott safn af girnilegum uppskriftum sem njóta sín enn í dag.

Gott er að bera bökuna fram með góðu salati, nachos, …
Gott er að bera bökuna fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma og guacamole. Ljósmynd/Svava Gunnarsdóttir

Mexíkósk kjúklingabaka

Botn

  • 3 dl hveiti
  • 100 g smjör
  • 2 msk. vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 225°C.
  2. Blandið hráefninu í botninn saman þannig að það myndar deigklump.
  3. Fletjið hann út og fyllið út í bökumót eða venjulegt kökuform.
  4. Forbakið í um það bil 10 mínútur.
  5. Gerið næst fyllinguna.

Fylling

  1. 3 kjúklingabringur
  2. 1 laukur, hakkaður
  3. nokkrir niðurskornir sveppir, má sleppa
  4. 1 rauð paprika, skorin smátt
  5. 150 g rjómaostur
  6. ½ dós chunky salsa
  7. 3 dl rifinn ostur

Aðferð:

  1. Bræðið smjör á pönnu og mýkið laukinn, sveppina og paprikuna við miðlungsháan hita. Á meðan passar vel að skera kjúklingabringurnar í miðlungsstóra bita.
  2. Takið grænmetið af pönnunni þegar það er tilbúið og steikið kjúklingabitana upp úr smjöri.
  3. Bætið grænmetinu aftur á pönnuna ásamt rjómaostinum og salsasósunni og leyfið að malla saman um stund.
  4. Setjið fyllinguna í forbakaðan botninn og stráið rifnum osti yfir.
  5. Bakið þar til osturinn er bráðinn og kominn með fallegan lit.
  6. Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma og guacamole.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert