Forsetahjónin geisluðu á glæsilegasta hátíðarkvöldverði landsins

Hjónin Katrín Ósk Þráinsdóttir og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara …
Hjónin Katrín Ósk Þráinsdóttir og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara tóku á móti forsetahjónunum, Birni Skúlassyni og frú Höllu Tómasdóttur forseta Íslands með reisn á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara. mbl.is/Ólafur Árdal

Hátíðar­kvöld­verður Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara fór fram um helg­ina með pomp og prakt og það má með sanni segja að þetta hafi verið sá glæsi­leg­asti og stærsti sem hald­inn hef­ur verið.

Hann var hald­inn í Hörpu og hófst með glæsi­leg­um for­drykk og smá­rétt­um á fyrstu hæð þar sem höfðingj­a­lega var tekið á móti gest­um. Kvöld­verður­inn fór fram í Silf­ur­bergi þar sem mikið var um dýrðir og ljúf­ir og skemmti­leg­ir tón­ar ómuðu. Kokk­arn­ir í Klúbbi mat­reiðslu­meist­ara stóðu sig framúrsk­ar­andi vel sem gest­gjaf­ar, skrúðklædd­ir og með fag­mennsk­una í fyr­ir­rúmi.

For­seta­hjón­in voru stór­glæsi­leg

For­seta­hjón­in, frú Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti og eig­inmaður henn­ar Björn Skúla­son, heiðruðu Klúbb mat­reiðslu­meist­ara og gesti með nær­veru sinni og voru stór­glæsi­leg, landi og þjóð til mik­ils sóma. Einnig mætti Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra ásamt sinni konu, Ragn­hildi Sverr­is­dótt­ur.

Mikið fjöl­menni mætti til leiks en til leiks mættu um 400 hundruð manns, prúðbúin og þar sem glæsi­leik­inn var í fyr­ir­rúmi. Mikið var um stjörnufans þar sem sam­kvæmis­klæðnaður var áskil­inn og stjörn­urn­ar skinu skært í Hörpu þetta hátíðar­kvöld.

Viðburður­inn hef­ur verið hald­inn ár­lega síðan árið 1988, fyr­ir utan tvö ár sem all­ir þekkja, þegar Covid-tíma­bilið geisaði. Viðburður­inn hef­ur frá upp­hafi verið fast­ur liður í skemmt­ana­haldi land­ans.

Hátíðar­kvöld­verður­inn er aðal­fjáröfl­un Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara þar sem bestu mat­reiðslu­menn lands­ins taka hönd­um sam­an og fram­reiða mar­grétt­an hátíðarmat­seðil ásamt sér­völd­um eðal­vín­um.

Ágóðinn renn­ur meðal ann­ars til ís­lenska kokka­landsliðsins

All­ur ágóði kvölds­ins renn­ur í starf­semi Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, þannig verður klúbbn­um gert kleift að efla mat­ar­gerðarlist og styðja fram­göngu klúbb­fé­laga bæði hér heima og er­lend­is með rekstri Kokka­landsliðsins og keppn­inn­ar um Kokk árs­ins. Til að mynda er næsta stóra mót Kokka­landsliðsins heims­meist­ara­mótið sem haldið verður í Lúx­em­borg árið 2026.

Hér var á ferðinni kvöld­verður á heims­mæli­kv­arða þar sem úr­valslið mat­reiðslu­manna lék við hvern sinn fing­ur. Yf­ir­mat­reiðslumaður kvölds­ins var Arn­ar Darri Bjarna­son frá La Prima­vera og Barþjóna­klúbb­ur Íslands sá einnig um fram­reiðslu.

Matreiðslumeistarinn með fríðu föruneyti, Pétri H. Marteinssyni, Unni Valdimarsdóttur, Ernu …
Mat­reiðslu­meist­ar­inn með fríðu föru­neyti, Pétri H. Marteins­syni, Unni Valdi­mars­dótt­ur, Ernu Maríu Jóns­dótt­ur, Rún­ari Krist­ins­syni, Birki Krist­ins­syni og Ragn­hildi Gísla­dótt­ur. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Hafliði Halldórsson, Benedikt Jónsson, Matthías H. Guðmundsson, Ragnar Hjörleifsson, Þorbjörg …
Hafliði Hall­dórs­son, Bene­dikt Jóns­son, Matth­ías H. Guðmunds­son, Ragn­ar Hjör­leifs­son, Þor­björg Lilja Þórs­dótt­ir, Gréta Kjart­ans­dótt­ir og Gunn­hild­ur Knúts­dótt­ir. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Eydís Rut Ómars Ionian, Ari Þór Gunnarsson og Fanney Dóra …
Ey­dís Rut Ómars Ioni­an, Ari Þór Gunn­ars­son og Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Aðalsteinn Friðriksson og Margrét Grétarsdóttir í góðum félagsskap.
Aðal­steinn Friðriks­son og Mar­grét Grét­ars­dótt­ir í góðum fé­lags­skap. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir.
Hanna Katrín Friðriks­son og Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, Sigurjón Gunnlaugsson, Ragnheiður Jóhannesdóttir, Rósa Björk Svavarsdóttir …
Ingi­björg Ásta Hall­dórs­dótt­ir, Sig­ur­jón Gunn­laugs­son, Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, Rósa Björk Svavars­dótt­ir og Jón Kornel­íus. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Gleðin var í fyrirrúmi hjá forsetunum tveimur, Þórir Erlingssyni forseta …
Gleðin var í fyr­ir­rúmi hjá for­set­un­um tveim­ur, Þórir Erl­ings­syni for­seta Klúbbs mat­reiðslu­meist­ar og frú Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Sæmundur Árni Hermannsson, Daníel Guðbjartsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir.
Sæmund­ur Árni Her­manns­son, Daní­el Guðbjarts­son og Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Snædís Jónsdóttir og frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands.
Snæ­dís Jóns­dótt­ir og frú Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Katrín Ósk Þráinsdóttir, Þórir Erlingsson og frú Halla Tómasdóttir forseti …
Katrín Ósk Þrá­ins­dótt­ir, Þórir Erl­ings­son og frú Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Lagið var líka tekið.
Lagið var líka tekið. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Dóra Takefusa og Snædís Jónsdóttir í góðum félagsskap.
Dóra Takefusa og Snæ­dís Jóns­dótt­ir í góðum fé­lags­skap. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Boðið var upp á smárétti með fordrykknum.
Boðið var upp á smá­rétti með for­drykkn­um. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Yfirkokkur hátíðarkvöldverðarins var Arnar Darri Bjarna­son frá La Primavera.
Yfir­kokk­ur hátíðar­kvöld­verðar­ins var Arn­ar Darri Bjarna­son frá La Prima­vera. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Árni Arnórsson, Þórir Erlingsson, Katrín Ósk Þráinsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir og …
Árni Arn­órs­son, Þórir Erl­ings­son, Katrín Ósk Þrá­ins­dótt­ir, Hildigunn­ur Birg­is­dótt­ir og Jón Þór Finn­boga­son. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Kokkarnir buðu upp á framúrskarandi þjónustu allt kvöldið.
Kokk­arn­ir buðu upp á framúrsk­ar­andi þjón­ustu allt kvöldið. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Hörður Héðinsson og Snæbjörn Kristjánsson.
Hörður Héðins­son og Snæ­björn Kristjáns­son. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Magnús Örn Guðmarsson, Kristján Magnússon, Jón Þór Friðgeirsson, Valur Bergmundsson …
Magnús Örn Guðmars­son, Kristján Magnús­son, Jón Þór Friðgeirs­son, Val­ur Berg­munds­son og Jón Ingi Ólafs­son. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka