Lucas og Leifur framlengja samstarfið á Hnoss Bistro

Lucas Keller fyrrum eigandi hins rómaða Coocoo's Nest á Grandanum …
Lucas Keller fyrrum eigandi hins rómaða Coocoo's Nest á Grandanum og Leifur Kolbeinsson á La Primavera ætla að halda áfram að bjóða upp á hinn rómaða bröns á Hnoss. Ljósmynd/Aðsend

Á haustmánuðum leiddu þeir Lucas Keller, fyrrum eigandi hins rómaða Coocoo's Nest á Grandanum og Leifur Kolbeinsson á La Primavera, saman hesta sína og settu saman glænýjan bröns á Hnoss Bistro á jarðhæð Hörpu. Brönsinn var í hlaðborðsformi og undir sterkum áhrifum frá gamla Cocoo’s Nest og var samstarfsverkefnið nefnt Coocoo’s Nest „Bröns take over“ á Hnoss.

Brönsinn rómaði heldur áfram vegna fjölda áskorana

Lucas og Leifur sáu fyrir sér að keyra brönsinn í nokkrar vikur sem eins konar pop-up verkefni en óraði ekki fyrir viðtökunum. Það er skemmst frá því að segja að sælkerar þessa lands tóku framtakinu opnum örmum og hafa síðan í haust fjölmennt á Hnoss Bistro í Hörpu allar helgar og notið lystisemdanna sem þessir töframenn settu saman.

Þessi réttur með „Egg Benedict“ nýtur mikilla vinsælda og er …
Þessi réttur með „Egg Benedict“ nýtur mikilla vinsælda og er borinn með gráðostasósu. Ljósmynd/Aðsend

„Það er því gleðiefni að segja frá því að við Lucas höfum ákveðið að framlengja samstarfið í ljósi fjölda áskorana og þessara frábæru viðbragða sem við höfum fundið undanfarin misseri. Coocoo’s Nest „bröns take over“ mun því halda áfram á Hnoss Bistro í Hörpu um óákveðinn tíma, segir Leifur glaðbeittur.

Gimsteinn í veitingaflórunni sem gleymist seint

Coocoo’s Nest í gömlu verbúðunum á Granda var rekinn við rómaðan orðstír í 10 ár og eftir að hann lokaði hafa fastagestir staðarins stöðugt kallað eftir endurkomu í einhverju formi.

Matseldin á Coocoo’s Nest hitti íslenska sælkera beint í hjartastað enda hefur sjálfbærni og hráefnagæði verið leiðarljósið hjá ástríðukokknum Lucasi Keller. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir súrdeigsbrauðin sín og var helgarbrönsinn á Coocoo’s einn sá allra vinsælasti öll árin sem staðurinn var opinn.

Lucas hefur unnið til verðlauna fyrir súrdeigsbrauðin sín og var …
Lucas hefur unnið til verðlauna fyrir súrdeigsbrauðin sín og var helgarbrönsinn á Coocoo’s einn sá allra vinsælasti öll árin sem staðurinn var opinn. Ljósmynd/Aðsend

Brönsinn verður sem fyrr opinn á milli klukkan 11.30 og 14.30 alla laugardaga og sunnudaga. Borðabókanir fara fram á vefsíðu Hnoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert