Ólöf kann að gera hollt og próteinríkt túnfisksalat

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottningin galdraði fram þetta holla og próteinríka túnfisksalat …
Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottningin galdraði fram þetta holla og próteinríka túnfisksalat sem á eftir að slá í gegn. Samsett mynd

Eftirréttadrottningin og fyrrverandi landsliðskokkurinn Ólöf Ólafsdóttir nýtur sín í frítímanum og þróar alls konar uppskriftir. Hún er ekki bara góð í að gera gullfallega og ómótstæðilega eftirrétti og kökur, hún er líka snillingur í að búa til holl og próteinrík salöt.

Hún gerði þetta holla og próteinríka túnfisksalat fyrir fylgjendur sínar á Instagram sem á pottþétt eftir að slá gegn. Kryddin og bragðið er bæði frumlegt og gott. Hún segist elska að nýta hráefnið úr ísskápnum í túnfisksalat og ekki verra að útkoman sé góð.

Holla túnfisksalatið hennar Ólafar

  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • 1 skalott laukur, skorinn
  • ¼ blaðlaukur, skorinn
  • 1 grænt epli, skorið
  • Börkur af einni sítrónu
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 1 dolla sýrður rjómi
  • 250 g kotasæla
  • ¼ sellerí, skorið
  • 1 harðsoðið egg, skorið
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Paprikukrydd eftir smekk
  • Cayennepipar eftir smekk
  • Rifið ferskt kóríander eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu hráefninu saman í skál.
  2. Skreytið salatið með fersku kóríander ef vill.
  3. Berið fram með ristuðu súrdeigsbauði eða frækexi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert