Um síðastliðna helgi komu aðstandendur Norrænu Barþjóna verðlaunanna (Bartender's Choice Awards) Jakob, Joel og Andreas til landsins. Bæði til að skoða kokteilmenninguna hérlendis og um leið tilnefna þá aðila og bari sem komust í úrslit á þessari virtu verðlaunahátíð.
Var tilnefningin haldin á nýja barnum Gilligogg við Austurstræti með skemmtilegum bransaviðburði síðastliðinn sunnudag í samstarfi við Drykk og Diplomatico.
Bartender Choice Awards hefur verið haldið síðan árið 2010 en hún er stærsta barþjónakeppnin á Norðurlöndunum og gengur út á að fagmenn innan barþjónastéttarinnar tilnefni þá staði og aðila sem þeim finnst hafa skarað fram úr í bargeiranum á síðasta ári. Ísland tekur þátt núna í sjötta skiptið og hefur íslenska dómnefndin tilnefnt sína aðila.
Úrslitin verða svo haldin með pompi og prakt í Vinterträdgården Grand Hôtel Stokkhólmi 24. mars næstkomandi.
Þeir sem eru tilnefndir til úrslita, samkvæmt íslensku dómnefndinni, eru:
Besti barþjónninn:
Mest upprennandi barþjónninn (Rising Star)
Besti kokteilbarinn
Besti nýi kokteilbarinn
Improver of the bar industry
Besta andrúmsloftið
Besti kokteilsseðilinn
Besti kokteillinn
Besti veitingastaðurinn
Hægt er að fylgjast með framgangi hátíðarinnar á Instagram hér og á vefsíðunni þeirra hér.