Veitingastaðurinn Ýmir opnaður í Eddu

Edda – hús íslenskunnar fékk formlega nafn í apríl 2023.
Edda – hús íslenskunnar fékk formlega nafn í apríl 2023. mbl.is/Sigurður Bogi

Veitingastaðurinn Ýmir var opnaður í Eddu – húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag og til að byrja með verður opið frá tíu á morgnana til fimm síðdegis. „Við sjáum svo til hvernig þetta þróast,“ segir Þórður Bragason matreiðslumeistari, sem verður með tvo til þrjá starfsmenn með sér í fyrstu.

Starfsemi í Eddu hefur jafnt og þétt verið að taka á sig mynd síðan nýju húsi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands var formlega gefið nafn 19. apríl 2023. Fyrstu handritin voru flutt þangað úr Árnasafni 11. nóvember sl. og eru þau hluti af handritasýningunni „Heimur í orðum“, sem nú er í húsinu.

Þórður Bragason veitingamaður á veitingastaðnum Ými.
Þórður Bragason veitingamaður á veitingastaðnum Ými. mbl.is/Hákon

Kerrur og kjöt

Árnastofnun bauð út rekstur veitingastaðar í Eddu í fyrrasumar og var samið við Þórð sl. haust. Hann hófst þegar handa við að koma aðstöðunni í gagnið en hann er ábyrgur fyrir öllum tækjum og tólum sem og borðbúnaði. Sótt var um veitingaleyfi í byrjun október og var umsóknin afgreidd í vikunni. Boðið er upp á kaffi og meðlæti allan daginn og auk þess hádegismat.

„Staðurinn er opinn fyrir gesti og gangandi og er auk þess mötuneyti fyrir Árnastofnun,“ segir Þórður, en sæti eru fyrir um 60 manns.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka