Á dögunum kom út matreiðslubókin Léttar og loftsteiktar kræsingar sem á án efa, eftir að slá í gegn hjá þeim sem eiga loftsteikingarpott, eða eins og hann heitir á ensku Air Fryer. Hann hefur einnig fengið nafnið Ari Freyr sem er mun íslenskara.
Vaka-Helgafell gaf bókina út og Nanna Rögnvaldar sælkeri og rithöfundur þýddi en höfundur bókarinnar er Nathan Anthony sem er þekktur matgæðingur á samfélagsmiðlum.
Hann hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undir nafninu Bored of Lunch. Þar deilir hann einföldum og ómótstæðilegum kræsingum með fylgjendum sínum sem hafa náð miklum vinsældum og lyft þessu undratæki, loftsteikingarpottinum, á hærri stall.
Í þessari spennandi matreiðslubók er að finna 80 girnilegar uppskriftir að loftsteiktum réttum fyrir sanna sælkera. Eins og fram kemur á bókarkápunni þá er hún biblía hvort sem þið byrjendur eða reyndir loftsteikingarmeistarar, grænmetisætur, kjötætur eða grænkerar, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Til að mynda gómsæta forrétti og snarl, fljótlegan morgunmat, safaríkan kvöldmat, vænt og grænt meðlæti og syndsamlega góða eftirrétti.
Þeir sem hafa reynsluna af Air Fryer segja að það sé mun fljótlegra að elda í honum en í venjulegum ofni, sem er ótvíræður kostur fyrir önnum kafið fólk. Auk þess er loftsteiking snilldaraðferð til að elda stökkan og safaríkan mat án þess að nota mikla feiti, og fækka þannig hitaeiningum án þess að fórna góðu bragði.
Einnig er í bókinni að finna ýmis góð ráð um loftsteikingarpotta og fróðleik sem varðar eldunartíma.
Girnilegar harrisa-kjúklingavefjur
Í bókinni er til að mynda að finna þessa girnilegu uppskrift að harrisa-kjúklingavefjum sem eldaðar eru í loftsteikingarpotti og koma úr smiðju höfundarins, Anthony.
Fleiri uppskriftir úr bókinni verða birtar á matarvefnum á næstu dögum og meira úr smiðju höfundarins.
Harrisa-kjúklingavefjur
Fyrir 3
Sósa
Aðferð: