Þessi er fyrir karamellu- og súkkulaðiunnendur

Kristjanan Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, gerði þennan ómótstæðilega …
Kristjanan Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, gerði þennan ómótstæðilega góða graut með karamellu- og súkkulaði. Samsett mynd

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Jana heilsu­kokk­ur, held­ur áfram að toppa sig í sæl­kera­holl­ust­unni og nú er það dá­sam­leg­ur snickers-graut­ur með kara­mellu og súkkulaði. Þeir sem elska kara­mellu og súkkulaði eiga eft­ir að stynja yfir þess­ari dýrð í krukku.

Þessi er fyrir karamellu- og súkkulaðiunnendur

Vista Prenta

Ómót­stæðileg­ur snickers-graut­ur

Fyr­ir 1 krukku

  • ½ bolli gróf­ir hafr­ar eða haframjöl
  • ½ bolli mjólk að eig­in vali
  • 2 msk. jóg­úrt eða skyr (Jana not­ar hafrajóg­úrt með kaffi og súkkulaði)
  • 1 tsk. akasíu­hun­ang
  • 1 tsk. kakó­duft

Aðferð:

  1. Blandið hafra­hrá­efn­un­um sam­an þar til þau hafa bland­ast vel sam­an.
  2. Setjið í ís­skáp til að þykkna.

Döðluk­ara­mellu­lag

  • 4-5 döðlur (lagðar í bleyti í sjóðandi vatn í nokkr­ar mín­út­ur)
  • 1 msk. hnetu­smjör

Aðferð:

  1. Gerðu döðlukar­mell­una með því að blanda döðlun­um, 1 msk. af vatn­inu sem döðlurn­ar lágu í og hnetu­smjöri sam­an með töfra­skrota þangað til úr er orðin þessi fína kara­mella.
  2. Setjið döðluk­ara­mell­una ofan á hafr­ana þegar þeir eru bún­ir að þykkna inni í ís­skáp.
  3. Gerið síðan topp­inn.

Торp­ur

  • 40 g dökkt gæðasúkkulaði, brætt
  • 1 tsk. kó­kosol­ía

Aðferð:

  1. Bæðið súkkulaðið og kó­kosol­í­una sam­an og hellið yfir kara­mellu­döðluna.
  2. Setjið í ís­skáp í að minnsta kosti 2 klukku­stund­ir til að lög­in nái að stífna að fullu.
  3. Berið fram og njótið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka