„Við mæðgur elskum að fá okkur slátur og grjónagraut“

Ásthildur Gunnlaugsdóttir á heiðurinn af vikumatseðli vikunnar.
Ásthildur Gunnlaugsdóttir á heiðurinn af vikumatseðli vikunnar. Ljósmynd/Elisabet Blöndal

Ásthild­ur Gunn­laugs­dótt­ir förðun­ar­fræðing­ur á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Hún er mik­ill mat­gæðing­ur og elsk­ar að prófa nýja hluti í eld­hús­inu og finnst ákaf­lega gam­an að kynn­ast heim­il­is­mat annarra landa.

Ásthild­ur er stofn­andi Mist & Co sem fram­leiðir förðun­ar­bursta­hreinsi­vör­ur sem fram­leidd­ar eru á Íslandi og hafa slegið í gegn hjá förðun­ar­fræðing­um og þeim sem hafa áhuga á förðun. Einnig starfar hún sem förðun­ar­fræðing­ur og hef­ur komið víða við. Hún hef­ur til að mynda tekið að sér brúðarfarðanir og þá skipt­ir ein­mitt máli fyr­ir brúðina að huga vel að því hvað hún borðar því öll nær­ing hef­ur áhrif á húðina líkt og lík­ama og sál.

Ásthildur er stofnandi Mist & Co sem framleiðir förðunarburstahreinsivörur sem …
Ásthild­ur er stofn­andi Mist & Co sem fram­leiðir förðun­ar­bursta­hreinsi­vör­ur sem fram­leidd­ar eru á Íslandi og hafa slegið í gegn hjá förðun­ar­fræðing­um og þeim sem hafa áhuga á förðun. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal

Sett­ur dag­ur af­mæl­is­dag­ur þeirra eldri

Ásthild­ur er einnig bráðum tveggja barna móðir en hún á 2 ára dótt­ur og bíður eft­ir komu næstu dótt­ur sem hún á von á sér á næstu dög­um.

„Ég er núna bara að bíða eft­ir litlu stelp­unni minni en sett­ur dag­ur er ein­mitt af­mæl­is­dag­ur þeirra eldri þannig það verður spenn­andi að sjá hvort þær munu deila af­mæl­is­degi,” seg­ir Ásthild­ur spennt.

„Síðustu daga er ég búin að vera mikið heima að hvíla mig og nær­ast og er ég hepp­in að geta tekið mér smá frí úr vinnu og út­hlutað verk­efn­um ann­ars staðar, en það get­ur verið erfitt fyr­ir fólk sem er með sín eig­in fyr­ir­tæki,“ bæt­ir hún við.

Mat­ar­ást­in slær í hjarta Ásthild­ar og legg­ur hún mikla áherslu á að fjöl­skyld­an eigi ljúfa og góða sam­veru­stund þegar kvöld­verður­inn er ann­ars veg­ar.

„Kvöld­mat­ur litlu fjöl­skyld­unn­ar minn­ar er mjög heil­ag­ur fyr­ir okk­ur og okk­ur finnst það vera ómiss­andi part­ur af deg­in­um að setj­ast niður sam­an, borða og spjalla.”

Hér gef­ur að líta drauma­vikumat­seðil­inn henn­ar Ásthild­ar sem stein­ligg­ur á þess­um árs­tíma.

Mánu­dag­ur – Steikt­ur fisk­ur á gamla mát­ann

„Við elsk­um fisk og reyn­um að hafa hann á boðstóln­um tvisvar sinn­um í viku.“

Þriðju­dag­ur – Kínóa- og kasjúhnetu­sal­at

„Þetta sal­at er æði og ég hef gert marg­ar út­gáf­ur af sam­bæri­legu sal­ati. Lyk­ill­inn er sal­at­dress­ing­in og svo er hægt að vinna með alls kon­ar græn­meti. Mér finnst hrátt rauðkál vera eitt van­metn­asta græn­meti á markaðinum! Við not­um það mikið í salöt og á taco og fleira.“

Miðviku­dag­ur – Grjóna­graut­ur

„Grjóna­graut­ur er alltaf klass­ísk­ur og við mæðgur elsk­um að fá okk­ur grjóna­graut og slát­ur þegar pabb­inn er að vinna. Hann er sem sagt ekki jafn hrif­inn.“

Föstu­dag­ur - Pít­sa­kvöld

„Það ger­ist ekki klass­ísk­ara en að hafa pítsur í föstu­dags­mat­inn. Þessi upp­skrift er al­gjör snilld en við ger­um yf­ir­leitt 2-3 týp­ur af pítsum. Stund­um kaup­um við til­búið deig eða bök­um það sjálf en oft kaup­um við til­bún­ar ít­alsk­ar, eld­bakaðar, frosn­ar pítsur og röðum alls kon­ar kræs­ing­um á þær.“

Laug­ar­dag­ur – Pönnu­steikt lúða með ólíf­um og kapers

„Þessi upp­skrift er æði. Ég elska pönnu­steikta lúðu í alls kon­ar út­gáf­um.“

Pönnusteikt lúða með kapers, ólífum og rækjum.
Pönnu­steikt lúða með kapers, ólíf­um og rækj­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við mæðgur elskum að fá okkur slátur og grjónagraut“

Vista Prenta

Pönnu­steikt lúða með kapers, ólíf­um og rækj­um

Fyr­ir 4

  • stór­lúðubit­ar með roði (kótilett­ur), 200-250 g hver
  • 3 msk. ólífu­olía til steik­ing­ar

Meðlæti

  • 400 g rækj­ur
  • 200 g ólíf­ur, græn­ar
  • 4-6 msk. kapers
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 150 g smjör
  • salt og pip­ar

Aðferð

  1. Steikið lúðukótilett­urn­ar á heitri pönnu, kryddið með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  2. Setjið í 200°C heit­an ofn í 8-10 mín­út­ur. (eft­ir þykkt stykkj­anna).
  3. Berið fram með steikt­um rækj­um, ólíf­um og kapers.

Meðlæti

  1. Bræðið smjörið á pönnu og létt­brúnið ásamt ólífu­olí­unni.
  2. Bætið ólíf­um og kapers sam­an við - og síðan rækj­um og sítr­ónusafa.
  3. Kryddið með salti og pip­ar. Skiptið á diska og leggið lúðustykk­in yfir.

Annað meðlæti

  • Berið gjarn­an fram með soðnum, smá­um kart­öfl­um.

Sunnu­dag­ur – Lambaf­ille með rjóma­lagaðri sveppasósu

„Þessi rétt­ur er al­gjör ís­lensk klass­ík og full­kom­inn sunnu­dags­kvöld­verður.“

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka