Hér má finna nokkra af vinsælustu partíréttum matarvefsins sem allir steinliggja fyrir næstu HM-handboltapartí. Íslenska karlalandsliðið í handbolta keppir þessa dagana á heimsmeistaramótinu sem haldið er í Króatíu og í kvöld spila þeir við Slóvaníu. Leikurinn hefst klukkan 19:30.
Hér er á ferðinni Dala Brie í ofni og kemur úr smiðju Karenar Einarsdóttur, eiginkonu Björgvins Páls Gústavssonar. Þetta er einfaldur og góður partíréttur sem maður fær ekki nóg af.
Svava Gunnarsdóttir hjá Ljúfmeti töfraði fram þessa girnilegu „chili cheese“ídýfu sem steinliggur í næsta handboltapartíi.
Hér getur að líta einföldustu en jafnframt þá bestu eðluuppskrift sem sögur fara af, enda er hún kölluð ofureðlan. Blandið saman rjómaosti og salsasósu í jöfnum hlutföllum og stráið rifnum osti yfir. Leyndarmálið er að skera niður chilipipra, bæði sæta og sterka, og sáldra yfir.
Helga Magga heilsumarkþjálfi setti saman þennan partírétt sem steinliggur fyrir næsta HM-partí. Þessi matarmikli nachos-partíréttur er mjög fljótlegur og passar mjög vel í handboltapartíin. Hann er litríkur, fljótlegur og bragðgóður.
Þessar edamame-baunir eru hreint sælgæti, svo ljúffengar og bragðgóðar. Þessi réttur slær ávallt í gegn og iðulega kalla matargestir eftir uppskriftinni. Það er svo gaman að bera þær fram og skreyta kringum þær.
Hildur Rut Ingimarsdóttir gerði þessa dásamlegu ídýfu. Ídýfan er með rjómaosti, ferskum tómötum, Habanero Tabasco, vorlauk og kóríander. Habanero Tabasco gerir ídýfuna sannarlega sterka og vert að huga vel að magninu svo ídýfan verði ekki of sterk.