Vinsælustu partíréttirnir fyrir framan sjónvarpsskjáinn

Þessi eðal er syndsamlega góð til njóta meðan horft er …
Þessi eðal er syndsamlega góð til njóta meðan horft er á æsispennandi íþróttakappleiki á skjánum. Ljósmynd/Aðsend

Hér má finna nokkra af vin­sæl­ustu par­tírétt­um mat­ar­vefs­ins sem all­ir stein­liggja fyr­ir næstu HM-hand­boltapartí. Íslenska karla­landsliðið í hand­bolta kepp­ir þessa dag­ana á heims­meist­ara­mót­inu sem haldið er í Króa­tíu og í kvöld spila þeir við Slóvan­íu. Leik­ur­inn hefst klukk­an 19:30.

Hér er á ferðinni Dala Brie í ofni og kem­ur úr smiðju Kar­en­ar Ein­ars­dótt­ur, eig­in­konu Björg­vins Páls Gúst­avs­son­ar. Þetta er ein­fald­ur og góður par­tírétt­ur sem maður fær ekki nóg af. 

Svava Gunn­ars­dótt­ir hjá Ljúf­meti töfraði fram þessa girni­legu „chili cheese“ídýfu sem stein­ligg­ur í næsta hand­boltapar­tíi.

Hér get­ur að líta ein­föld­ustu en jafn­framt þá bestu eðluupp­skrift sem sög­ur fara af, enda er hún kölluð of­ureðlan. Blandið sam­an rjóma­osti og salsasósu í jöfn­um hlut­föll­um og stráið rifn­um osti yfir. Leynd­ar­málið er að skera niður chil­ipipra, bæði sæta og sterka, og sáldra yfir.

Helga Magga heil­su­markþjálfi setti sam­an þenn­an par­tírétt sem stein­ligg­ur fyr­ir næsta HM-partí. Þessi mat­ar­mikli nachos-par­tírétt­ur er mjög fljót­leg­ur og pass­ar mjög vel í hand­boltapar­tí­in. Hann er lit­rík­ur, fljót­leg­ur og bragðgóður.

Þess­ar eda­mame-baun­ir eru hreint sæl­gæti, svo ljúf­feng­ar og bragðgóðar. Þessi rétt­ur slær ávallt í gegn og iðulega kalla mat­ar­gest­ir eft­ir upp­skrift­inni. Það er svo gam­an að bera þær fram og skreyta kring­um þær.

Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir gerði þessa dá­sam­legu ídýfu. Ídýf­an er með rjóma­osti, fersk­um tómöt­um, Habanero Tabasco, vor­lauk og kórí­and­er. Habanero Tabasco ger­ir ídýf­una sann­ar­lega sterka og vert að huga vel að magn­inu svo ídýf­an verði ekki of sterk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka