Bananabrauðs- og súkkulaðibitakökur Elenoru

Elenora Rós Georgsdóttir bakaði þessar dásamlegu bananabrauðs- og súkkulaðibitakökur fyrir …
Elenora Rós Georgsdóttir bakaði þessar dásamlegu bananabrauðs- og súkkulaðibitakökur fyrir fylgjendur sína sem bráðna í munni. Samsett mynd

Öll þekkjum við klassíska bananabrauðið og súkkulaðibitakökurnar sem ávallt njóta mikilla vinsælda. Nú er Elenora Georgsdóttir, bakarastúlkan sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar, búin að setja saman bananabrauðs- og súkkulaðibitakökur með frábærri útkomu.

Hún er búin að setja saman allt það besta í einni ofureinfaldri og fljótlegri uppskrift að bananabrauðs- og súkkulaðibitaköku sem þið eigið eftir að slefa yfir.

Þær eru dúnmjúkar og bragðgóðar og súkkulaði setur punktinn yfir i-ið. Við gerð þeirra þarf ekki hrærivél og það tekur aðeins um 10 mínútur.

Ef þið eigið þroskaða banana er lag að skella í þessa dásemd.

Sjáið hvernig Elenora gerir þessar á skammri stundu.

View this post on Instagram

A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)

Bananabrauðs- og súkkulaðibitakökur

  • 400 g púðursykur
  • 240 g brætt smjör
  • 2 stk. eggjarauður
  • 2 stk. þroskaðir bananar, stappaðir
  • 370 g hveiti
  • 5 g matarsódi
  • 10 g kanill
  • 3 g salt
  • 150 g Freyju dökkir súkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Hrærið saman sykrinum og brædda smjörinu.
  2. Bætið stöppuðu bönununum og eggjarauðunum út í og ​​blandið vel saman.
  3. Bætið síðan restinni af þurrefnunum saman við og hrærið þar til deigið er komið saman.
  4. Blandið að lokum súkkulaðibitunum varlega saman við með sleikju.
  5. Hitið ofninn í 180°C hita og útbúið bökunarplötu með bökunarpappír
  6. Setjið deigið jafnt á bökunarplötuna og passið að hafa nóg pláss á milli, deigið er mjög blautt og dreifir úr sér við baksturinn.
  7. Bakið í um það bil 12 mínútur.
  8. Raðið á kökugrind og berið síðan fram og njótið hvers bita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert