„Verðhækkanir á þurrkuðum ávöxtum og súkkulaði eru svakalegar“

Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, er mikil baráttukona fyrir …
Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, er mikil baráttukona fyrir bættum lífsstíl og rekur Kaja Organic. mbl.is/Árni Sæberg

Kar­en Jóns­dótt­ir, alla jafna kölluð Kaja, kon­an bak við Kaja Org­anic heild­söl­una held­ur ótrauð áfram að koma með nýj­ar vör­ur á markað þrátt fyr­ir hækkað verð á líf­ræn­um vör­um eins og súkkulaði og ávöxt­um.

En sérstaða Kaju er að all­ar vör­urn­ar frá henni eiga það sam­eig­in­legt að vera líf­rænt vottaðar. Mik­il eft­ir­spurn hef­ur verið eft­ir ákveðnum vör­um sem boðið var upp á á kaffi­hús­inu og Kaja hef­ur ákveðið að bregðast við.

Granóla hefðbundið ný vara

Nýj­asta var­an frá Kaju er líf­rænt granóla sem hún seg­ir vera hefðbundið og ein­falt, það inni­held­ur aðeins hafra, sól­blóma­fræ, aga­ve og kó­kosol­íu.

Nýtt frá Kaju, Granóla hefðbundið, lífrænt sem inniheldur hafra, sólblómafræ, …
Nýtt frá Kaju, Granóla hefðbundið, líf­rænt sem inni­held­ur hafra, sól­blóma­fræ, aga­ve og kó­kosol­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ástæðan fyr­ir þess­um ein­fald­leika er að gefa fleir­um kost á að versla ís­lenska líf­ræna fram­leiðslu, því hrá­efn­is­hækk­an­ir eru að valda okk­ur mikl­um vand­ræðum. Verðhækk­an­ir á þurrkuðum ávöxt­um og súkkulaði eru svaka­leg­ar en þar er ég að sjá allt að 70% verðhækk­un á inn­kaupsverði. Þetta hef­ur leitt til þess að við höf­um þurft að end­ur­skoða okk­ar verð,“ seg­ir Kaja og bæt­ir við að það sé margt sem get­ur haft áhrif á verð vör­unn­ar.

Örfram­leiðandi á heims­mæli­kv­arða

„Kaja Org­anic er ör­fram­leiðandi á heims­mæli­kv­arða og því get­um við ekki fengið föst ár­sverð eins og risa­fram­leiðend­urn­ir svo við kaup­um hrá­efn­in inn á heims­markaðsverði með þeim sveifl­um sem því fylgja. Meg­in­or­sök þess­ara miklu verðhækk­ana nú eru upp­skeru­brest­ir bæði vegna flóða og svo þurrka en það telst vera bein af­leiðing af loft­lags­breyt­ing­um, eitt­hvað sem fæst­ir leiða hug­ann að þegar talað er um þetta stóra vanda­mál. Af þeim sök­um er það gíf­ur­lega mik­il­vægt að sporna við loft­lags­breyt­ing­um svo mat­ar­verð til framtíðar hald­ist í eðli­legu horfi og m.a. til þess að Kaja haldi velli,“ seg­ir Kaja al­vöru­gef­in.

„En við höld­um ótrauð áfram ís­lenskri fram­leiðslu, kross­leggj­um fing­ur og von­um að þess­ar hækk­an­ir gangi til baka. Við von­um að upp­skera árs­ins verði betri,“ seg­ir Kaja að lok­um.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka