Helvítis Snakkfiskrétturinn sem gerir alla tryllta

Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn býður …
Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn býður upp á þennan Helvítis Snakkfiskrétt sem á eftir að trylla mannskapinn. Samsett mynd/Karl Petersson

Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, skrifaði matreiðslubók árið 2023 ásamt konu sinni, Þóreyju Hafliðadóttur, og Bókbeitan gaf hana út. Matreiðslubókin ber nafn með rentu, Helvítis Matreiðslubókin, og er stútfull af uppskriftum úr smiðju Helvítis kokksins.

Helvítis Matreiðslubókin er í anda kokksins.
Helvítis Matreiðslubókin er í anda kokksins. Ljósmynd/Karl Petersson

Þessa dagana er fiskþema á matarvefnum og því vel til fundið að birta eina af vinsælustu fiskuppskriftunum hans úr bókinni sem á eftir að trylla mannskapinn. Þetta er Helvítis Snakkfiskrétturinn sem býður bragðlaukunum upp á ævintýralega skemmtilega upplifun.

Helvítis Snakkfiskrétturinn er ómótstæðilega góður og býður upp á ævintýralega …
Helvítis Snakkfiskrétturinn er ómótstæðilega góður og býður upp á ævintýralega bragðheima. Ljósmynd/Karl Petersson

Helvítis Snakkfiskrétturinn

  • 800 g langa
  • 2 msk. olía
  • salt eftir smekk
  • pipar eftir smekk

Sósa á fisk

  • 2 rauðar paprikur
  • 1 blaðlaukur
  • 3 sellerístönglar
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ búnt graslaukur
  • ½ búnt kóríander
  • ½ msk. óreganó
  • ½ tsk. túrmerik
  • ½ tsk. karrí
  • 3-4 msk. hveiti
  • 100 ml ananassafi
  • 300 ml rjómi
  • 1 msk. tómatpúrra
  • 100 ml hvítvín
  • safi úr einni límónu
  • 1 msk. olía
  • 2 msk. smjör
  • salteftir smekk
  • pipar eftir smekk

Samsetning

  • 1 pk. kartöfluflögur með papriku ( 175 g)
  • 1 pk. rifinn ostur (200 g)

Aðferð:

  1. Setjið olíu á pönnu og stillið á háan hita.
  2. Skerið fiskinn í ca. 3 cm þykkarsneiðar og steikið upp úr heitri olíunni á báðum hliðum í 1–2 mínútur.
  3. Kryddið með salti og pipar meðan á steikingu stendur.
  4. Raðið fisksneiðunumbeint í eldfast mót þétt hlið við hlið.
  5. Leggið til hliðar.
  6. Saxið hvítlauk, graslauk og kóríander og skerið restina af grænmetinu í smáabita.
  7. Setjið olíu og smjör á pönnu og stillið á meðalháan hita.
  8. Steikið grænmeti,hvítlauk, graslauk og kóríander í smjöri og olíu í um 10 mínútur og kryddið meðóreganó, túrmerik og karrí.
  9. Stráið hveiti yfir blönduna og hrærið saman.
  10. Helliðananassafa, rjóma, tómatpúrru, hvítvíni og limesafa saman við og hrærið vel.
  11. Látið sjóða við meðalháan hita í 10 mínútur.
  12. Kryddið svo með salti og pipar eftirsmekk.
  13. Stillið ofninn á 180°C.
  14. Hellið sósunni jafnt yfir fiskinn.
  15. Myljið kartöfluflögurnarog blandið saman við rifna ostinn í skál.
  16. Dreifið blöndunni jafnt yfir fiskréttinn.
  17. Eldið réttinn í 20 mínútur í ofni.
  18. Sjóðið basmati hrísgrjón með smá salti og túrmerik á hnífsoddi og berið með fiskréttinum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert