Langar þig að gleðja þinn bónda með gjöf?

Bóndadagsgjafir þurfa ekki að vera dýrar og það er líka …
Bóndadagsgjafir þurfa ekki að vera dýrar og það er líka dásamlegt að breyta til og gera eitthvað saman og búa til fallegar minningar sem ylja eins og borða saman morgunmatinn upp í rúmi. Unsplash/Getty

Bóndadagurinn er handan við hornið en hann er á föstudaginn 24. janúar næstkomandi. Þá er tilefni til að gleðja bóndann með einhverjum sem yljar hans hjarta.

Til að fara aðeins yfir söguna þá er fyrsti dagur Þorra nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Vert er að segja frá því að um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða.

Sú hefð hefur skapast í áranna rás að konur gleðji bónda sinn á þessum degi með einhverjum hætti. Gaman er að koma bóndanum á óvart með bóndadagsgjöf sem hittir í mark hjá honum.

Hér er listi yfir skemmtilegar og frumlegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum sem gleðja matgæðinginn. Það er ást.

Elskar þinn bóndi pítsubakstur?

Þessi pítsaspaði er hannaður til að setja á grillið eða …
Þessi pítsaspaði er hannaður til að setja á grillið eða í ofninn og gerir bóndann fagmannlegri við baksturinn.

Útipítsaofnar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarið og margir bóndar hafa mikið dálæti af því að baka pítsur í þeim. Í Epal er hægt að fá þennan fallega og vandaða pítsaspaða frá Evu Solo sem gerir bóndann faglegan og styrkir hann í pítsabakstrinum. Hann er hannaður til að setja á grillið eða í ofninn þegar þú vilt fá fagmannlegan bökunarárangur. Hann er úr ryðfríu stáli og rennur auðveldlega undir pítsuna og er með nægilega langt sílikonhúðað handfang til að það haldist kalt við notkun.

Ylvogt nýbakað brauð fyrir ástina

Ilmandi, ylvolgt brauð gleður matarhjartað og hver vill ekki fá …
Ilmandi, ylvolgt brauð gleður matarhjartað og hver vill ekki fá morgunverðinn upp í rúm?

Það er ást að færa bóndanum morgunmat í rúmið. Það er án efa draumur bóndans að fá nýbakað brauð og með því í morgunverð í tilefni dagsins. Að byrja daginn með dekri gerir daginn betri. Það er því lag að vakna eldsnemma og fara í bakaríið í hverfinu og næla sér í brauð ársins og galdra fram morgunverð fyrir bóndann áður en hann fer á fætur.

Kampavínssverð fyrir kampavínsunnandann

Allir sem elska að opna kampavínsflösku þyrftum að eignast eitt …
Allir sem elska að opna kampavínsflösku þyrftum að eignast eitt stykki kampavínssverð.

Þegar veislu skal gjöra og bjóða upp á kampavín þá er fátt skemmtilegra fyrir bóndann en að opna flöskuna með sverðið. Hvað er karlmannlegra en að beita sverðinu á kampavínsflöskuna? Þetta klassíska kampavínssverð fæst í Bako - Verslunartækni og er frá Cozy & Trendy.

Matur er manns gaman

Það er ávallt gaman að gleðja bóndann með framúrskarandi matarupplifun …
Það er ávallt gaman að gleðja bóndann með framúrskarandi matarupplifun á uppáhaldsveitingastaðnum.

Fjölmargir veitingastaðir bjóða upp á girnilega matseðla í tilefni bóndadagsins og eru að bjóða góð tilboð. Á samfélagsmiðlum má sjá marga staði sem leggja upp úr því að gera vel fyrir bóndann á þessum degi. Svo fátt sé nefnt þá á það við veitingastaðina Finnsson, Duck and Rose, La primavera, Hjá Jóni, Apótek Kitchen bar, Silli kokkur og veitingastaðirnir VOX, SATT og Brasseri Askur bjóða upp á steikarhlaðborð sem segja það vera leiðina að hjarta bóndans. Hér er bara stiklað á stóru og það er um að gera að skoða hvað í boði er á vefsíðu Dineout. Hægt er að fagna ástinni með rómantískri kvöldstund á bóndadaginn og leyfa bóndanum að njóta sín á veitingastað sem gleður hans matarhjarta.

Töffaraleg leðursvunta

Bóndinn verður töffaralegri í eldhúsinu með leðursvuntu.
Bóndinn verður töffaralegri í eldhúsinu með leðursvuntu.

Hvern langar ekki í alvöru leðursvuntu með vösum fyrir allt góssið? Bóndinn verður flottari við eldamennskuna í leðursvuntu og örugglega afar glaður að hafa á henni vasa til geyma allan staðalbúnað. Þessi töffaralega leðursvunta frá Ducth Deluxes fæst í Epal og er með þeim flottari. Á henni eru til að mynda fimm vasar, lítill vasi að framan fyrir penna og gleraugu, tveir stórir í hliðinni og hinn frægi litli úrvasi með gullkórónumerki. Hún fæst í þremur mismunandi litum.

Bjóddu bóndanum í spa og ljúfar krásir

Himneskt er að gefa bóndanum dekurstund í góðu spa og …
Himneskt er að gefa bóndanum dekurstund í góðu spa og unaðslegt að njóta með honum.

Stefnumót í Spa, þar sem boðið er upp á dekur, nudd og léttar krásir er hreinn unaður. Á Iceland Parliament-hótelinu við Austurvöll er glæsilegt Spa sem inniheldur sundlaug, gufur, hvíldarherbergi og rómantísk rými auk þess sem hægt er að panta nuddmeðferðir. Hvaða bónda langar ekki til að láta dekra og nostra við sig, þar sem boðið er upp á nudd, rómantískt andrúmsloft og léttar krásir. Ef þig langar að bjóða þínum bónda upp á lúxusdekur er þetta málið.

Elskar þinn að baka pítsur, brauð og grilla steikur?

Bökunarstálið er tilvalið fyrir bóndann að taka með í sveitina …
Bökunarstálið er tilvalið fyrir bóndann að taka með í sveitina og galdra fram alls kyns kræsingar, eins og steikur, pítsur og brauð.

Bökunarstálið frá Gourmetstal er eitthvað sem ástríðukokkurinn myndi elska að leika sér með og töfra fram kræsingar eins og pítsur, brauð og steikur. Þetta gæti orðið nýjasta æðið. Þetta stál sem er stimplað úr 6 mm þykkri stálplötu sem er um það bil 9 kg á þyngd og verulega hitaleiðandi. Stálið er hannað til þess að baka brauðmeti við sömu skilyrði og finna má í steinuðum pítsuofni. Það hitnar og leiðir hita 18-20 sinnum hraðar en klassískir pítsasteinar sem felst í góður orkusparnaður. Bökunarstálið fæst í versluninni Kokku á Laugaveginum. Ef þinn bóndi er mikið fyrir að grilla og baka er þetta það nýjasta til að leika sér með.

Bartaska fyrir þig

Bartaskan er skemmtileg og frumleg gjöf fyrir bóndann.
Bartaskan er skemmtileg og frumleg gjöf fyrir bóndann.

Þegar bóndinn býður þér í veiði eða bara rómantíska lautarferð væri gaman að hann myndi rúlla upp bar á örskammri stundu og bjóða upp á drykk. Þessi glæsilega bartaska fæst í Bako. Verslunartækni er ótrúlega sniðug og passar undir baráhöldin. Þetta er mjúk taska sem hægt er að rúlla upp og fyrir lítið fyrir henni. Taskan kemur án áhalda en það er líka hægt að fá öll baráhöld sem til þarf í versluninni.

Ævintýraleg matarupplifun fyrir bóndann

Ævín­týra­ferð á Michel­in-stjörnu veit­ingastað sem fær öll skiln­ing­ar­vit­in á flug …
Ævín­týra­ferð á Michel­in-stjörnu veit­ingastað sem fær öll skiln­ing­ar­vit­in á flug er sann­kölluð veisla fyr­ir sæl­kera­bónd­ann. Hér er til að mynda stofan á ÓX.

Á Íslandi eru þrír Michelin-stjörnu veitingastaðir og í það minnsta þrír sem eru með Michelin meðmæli. Ef þig langar að gefa bóndanum þínum ógleymanlega og ævintýralega matarupplifun þá er upplagt að bjóða honum á Michelin-stjörnu veitingastað eins og ÓX, Moss eða Dill. Síðan eru það veitingastaðirnir OTO við Hverfisgötu, TIDES á The Reykjavik Edition hóteli, Brút við Pósthússtræti og Sumac á Laugavegi svo fátt sé nefnt. Einn pítsastaður á Íslandi hefur fengið meðmæli á við Michelin-meðmæli og fékk þá tilefningu að vera einn af 50 bestu pítsastöðum í Evrópu, Pizza Populare sem staðsettur er í Pósthúsmathöllinni og Iðunni á Akureyri. Hann er jafnframt sá fyrsti og eini staðurinn sem hefur fengið slíka viðurkenningu á Íslandi. Ef bóndinn þinn hefur mikla ástríðu fyrir matargerð og spennandi réttum þar sem farið er alla leið að koma bragðlaukunum á óvart og koma öllum skilningarvitunum á flug þá er heimsókn á Michelin-stjörnustaðina á Íslandi er einstök gjöf.

Bjóddu þínum upp á „Bóndadagsköku“

Bóndinn verður glaður með þessa köku.
Bóndinn verður glaður með þessa köku.

Eins og hefð er fyrir bjóða Sætar Syndir upp á bóndadagsköku sem er í anda þorrans. Þar sem bóndadagur markar upphaf þorrans finnst teyminu hjá Sætum Syndum tilvalið að skreyta kökuna með lítilli vínflösku sem er nú vökvi sem er ósjaldan drukkinn á þorrablótum svo þetta er örugglega kaka sem mun falla í kramið hjá bóndanum sem elskar þorrann og allt sem honum fylgir.

Kvöldverður heima og handboltaleikur á skjánum

Að bjóða bóndann upp á góða steik er ást.
Að bjóða bóndann upp á góða steik er ást.

Það er líka dásamlegt að eiga rómantíska stund heima, matreiða ljúffenga máltíð fyrir bóndann og horfa á íslenska landsliðið í handbolta keppa við Króatíu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Það er hin klassíska máltíð sem slær ávallt í gegn hjá bóndanum, nautalund og meðlæti er gjarnan ofarlega á óskalista margra og hægt er að fá sælkerahráefni víðs vegar um bæinn. Að gleðja bóndann með nautalund og bera hana fram með bernaise-sósu, steiktum aspas og bökuðum kartöflum er eitthvað sem matgæðingar kunna afar vel að meta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert