Endurspeglar höfnina, hafið og nafnið

Guðbjörg Káradóttir leirlistakona hefur hannað og handrennt fallega hluti og …
Guðbjörg Káradóttir leirlistakona hefur hannað og handrennt fallega hluti og matardiska fyrir The Reykjavík Edition. Hún er listfeng og fær innblástur sinn gjarnan í náttúrunni. mbl.is/Eyþór

Guðbjörg Kára­dótt­ir leir­lista­kona hannaði og gerði ný­verið ein­staka mat­ar­diska fyr­ir veit­ingastaðinn Tides sem staðsett­ur er á The Reykja­vik Ed­iti­on.

Eng­ir disk­ar eru eins og sótti Guðbjörg inn­blást­ur sinn í um­hverfi staðar­ins við höfn­ina og gerði mat­ar­disk­ana í sam­ráði við Var­un Kukreti, yf­ir­mat­reiðslu­mann hjá The Reykja­vik Ed­iti­on og veit­ingastaðnum, og sam­starfs­mann hans.

Guðbjörg er vön að vera með leir á höndum og …
Guðbjörg er vön að vera með leir á hönd­um og nýt­ur sín í vel þegar hún hand­renn­ir leirn­um og skap­ar nýja töfr­andi hluti eins og mat­ar­disk­ana fyr­ir TIDES. Morg­un­blaðið/​Eyþór

Þegar Guðbjörg er spurð hvernig það hafi komið til að hún hannaði disk­ana seg­ir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að hún hafi unnið mikið fyr­ir The Reykja­vík Ed­iti­on frá upp­hafi og það sam­starf hafi gengið afar vel í alla staði.

„Ég hannaði og gerði til að mynda glös­in og karöfl­urn­ar fyr­ir öll her­berg­in á hót­el­inu. Þess­ir hlut­ir eru til sölu á hót­el­inu og líka í alþjóðlegri vef­versl­un sem er staðsett í Banda­ríkj­un­um og Frakklandi. Glös­in og karöfl­urn­ar selj­ast vel og ég sendi reglu­lega út dágóðan skammt af þeim til fyr­ir­tæk­is­ins,“ seg­ir Guðbjörg og bæt­ir við að verk­efn­in séu fleiri.

„Ég hef einnig verið að gera blóma­vasa fyr­ir Tides og gerði þá áður en hót­elið var form­lega opnað. Síðan hannaði ég sér­stakt mat­ar­stell fyr­ir staðinn sem notað er við bar­inn inn­an veit­ingastaðar­ins. Það stell er í rúst­ík-stíl og ég gerði nokkr­ar týp­ur af hlut­um fyr­ir það.

Miklu betri sýn í verkið

Þegar þurfti að end­ur­nýja mat­ar­diska fyr­ir staðinn í heild sinni báðu yfir­kokk­ur­inn, Kukreti, og sam­starfsmaður hans mig um að hanna nýtt stell fyr­ir veit­ingastaðinn og vildu að það myndi end­ur­spegla höfn­ina, sjó­inn og nafnið á staðnum,“ seg­ir Guðbjörg og bæt­ir við að þess vegna séu bylgj­ur í disk­un­um.

Inn­blástur­inn að hönn­un­inni á disk­un­um fékk Guðbjörg frá sjón­um og reyndi að end­ur­spegla þetta um­hverfi og Tides eins og þeir óskuðu eft­ir. „Ég fór reglu­lega í göngu­túra niður á höfn, með mat­ar­disk og heim­sótti kokk­ana, því kokk­arn­ir hafa líka svo mikið um hönn­un­ina á mat­ar­disk­un­um að segja. Um stærðina á disk­un­um, hall­ann á brún­inni,“ seg­ir Guðbjörg og það sem gaf henni mestu inn­sýn­ina í hönn­un­ina var að borða af mat­ar­disk­un­um og sjá hvernig mat­ur­inn var fram­reidd­ur.

Byrjunin er þessi leirkúla.
Byrj­un­in er þessi leirkúla. mbl.is/​Eyþór

„Þeir buðu okk­ur dótt­ur minni í mat, með prufudisk­ana sem ég var búin að gera, gerðu marg­ar girni­lega rétti og fram­reiddu þá á disk­un­um eins og þeir ætluðu að gera þegar mat­ar­stellið yrði til­búið. Þá fékk ég svo miklu dýpri sýn í það sem ég var raun­veru­lega að gera. Þá gat ég séð hvað ég þyrfti kannski að laga, þarna fékk ég bæði betri inn­blást­ur í verkið og sá hvað mætti bet­ur fara,“ seg­ir Guðbjörg full inn­lif­un­ar.

Eng­inn disk­ur eins

„Ég var að hugsa um að hafa disk­ana sægræna á lit­inn en vegna út­lits staðar­ins og stíls­ins fannst mér það ekki passa. Ég ákvað því að vera með hlut­laus­an lit, frek­ar matt­an lit, rúst­ík-hvít­an, með pínu perlug­ljáa. Áferðin er ekki eins á öll­um disk­un­um, sum­ir eru með gljáa en aðrir eru matt­ir. Ástæða þess er að þeir fara inn í venju­leg­an kera­mi­kofn. Þá skipt­ir máli hvar þeir eru staðsett­ir í ofn­in­um eft­ir því hvernig brennsla er og hvernig áferð þeir fá, sum­ir fá því meiri gljáa en aðrir og ein­hverj­ir verða al­veg matt­ir.

Hér má sjá hvernig Guðbjörg gerir bylgjurnar í diskana.
Hér má sjá hvernig Guðbjörg ger­ir bylgj­urn­ar í disk­ana. mbl.is/​Eyþór

Einnig valdi ég sterk­an gler­ung á disk­ana, sem skipt­ir sköp­um fyr­ir nota­gildið. Þessi gler­ung­ur sem er í disk­un­um hef­ur reynst mjög vel. Ég hef notað hann með ann­arri týpu af leir og reynsl­an hef­ur verið mjög góð,“ seg­ir Guðbjörg og bæt­ir við að eng­inn disk­ur sé eins.

Hand­renn­ir hvern og einn disk

„Þetta er hand­verk, ég hand­renni disk­ana, síðan eru þeir skorn­ir aðeins til og loks beygla ég þá aðeins til þess að ná fram bylgj­unni í brúnni,“ seg­ir Guðbjörg og er þá búin að ljóstra upp leynd­ar­mál­inu bak við hönn­un og gerð mat­ar­disk­anna sem mat­ur­inn á Tides er bor­inn fram á.

Þegar Guðbjörg var að hanna mat­ar­disk­ana hafði hún að leiðarljósi að disk­ur­inn ætti að ramma inn mat­inn. Mat­ur­inn og disk­ur­inn myndu í raun mynda eina heild.

„Um það snýst hönn­un­in, ekki að disk­ur­inn sé í aðal­hlut­verki held­ur það sem er á hon­um. Part­ur af upp­lif­un­inni er að fá mat­inn fram­reidd­an á fal­leg­um diski. Á stað eins og Tides, þar sem þjón­ust­an er framúrsk­ar­andi, mat­ur­inn fyrsta flokks, fag­menntaðir og fær­ir kokk­ar í eld­hús­inu, hönn­un­in vönduð og um­hverfið fal­legt, þarf líka að hugsa fyr­ir borðbúnaðinum. Því það er part­ur af heild­ar­upp­lif­un­inni fyr­ir þá sem sækja staðinn,“ seg­ir Guðbjörg.

Völdu að fagna ófull­kom­leik­an­um

Þegar Kukreti er spurður hvers vegna þeir hafi viljað fá Guðbjörgu til að hanna og gera mat­ar­diska fyr­ir staðinn seg­ir hann ástæðuna vera ein­falda.

Maturinn nýtur sín á fallegum handunnum diskum sem skapa heiðarlega …
Mat­ur­inn nýt­ur sín á fal­leg­um handunn­um disk­um sem skapa heiðarlega og ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un. Ljós­mynd/​Aðsend

„Aðalástæðan fyr­ir því að við vild­um að Guðbjörg hannaði og skapaði fyr­ir okk­ur mat­ar­diska á Tides er sú að í nú­ver­andi heimi þar sem tækn­in, gervi­greind­in og maskín­ur sjá um allt og gera allt svo vél­rænt verður allt svo fyr­ir­sjá­an­legt og vél­væðing­in tröllríður orðið allri list­sköp­un. Því völd­um við að fagna ófull­kom­leik­an­um og að manns­hönd­in kæmi að fram­leiðslunni sjálfri.“

Hver matardiskur er handgerður og má sjá bylgjurnar sem tákna …
Hver mat­ar­disk­ur er hand­gerður og má sjá bylgj­urn­ar sem tákna öld­urn­ar í haf­inu. Fal­leg­ur rúst­ík-hvít­ur lit­ur er í for­grunni og ör­lít­ill perlug­ljái prýðir disk­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mat­reiðslu­heim­speki mín og nálg­un að mat­ar­gerð á ræt­ur sín­ar að rekja til nátt­úr­unn­ar og nær yfir frumþætt­ina til að skapa djúp tengsl á milli mat­ar og upp­runa hans. Hvert hrá­efni fær að segja sína sögu, af­hjúpað af alls­ráðandi bragði sem trygg­ir að nátt­úru­leg­ur kjarni þess skíni í gegn. Við sækj­um inn­blást­ur okk­ar í hafið og jarðveg­inn og kynn­um rétt­ina okk­ar á hand­gerðum disk­um sem unn­ir eru úr ís­lensk­um leir, sem skap­ar óaðfinn­an­lega sam­virkni milli mat­ar­gerðar og um­hverf­is henn­ar. Þessi heim­speki end­ur­spegl­ar skuld­bind­ingu okk­ar um áreiðan­leika og virðingu fyr­ir nátt­úr­unni, við föng­um feg­urð henn­ar í gegn­um hvern ein­asta mat­ar­disk sem bor­inn er á borð,“ seg­ir Var­um og er afar stolt­ur af sam­starf­inu við Guðbjörgu.

Yfirmatreiðslumaðurinn Varun Kukreti segir nálgun sína að matargerð eiga rætur …
Yf­ir­mat­reiðslumaður­inn Var­un Kukreti seg­ir nálg­un sína að mat­ar­gerð eiga ræt­ur að rekja til nátt­úr­unn­ar og ná yfir frumþætt­ina til að skapa djúp tengsl á milli mat­ar og upp­runa hans. Ljós­mynd/​Aðsend

List­fengi henn­ar í for­grunni

„Með Guðbjörgu og list­fengi henn­ar í for­grunni, inn­blásna af haf­inu og nátt­úr­unni, ber­um við fram rétt­ina okk­ar á ís­lensk­um leir­disk­um sem láta hrá­efnið njóta sín í alla staði. Sér­hver disk­ur sem við not­um er vand­lega hand­unn­inn fyr­ir okk­ur, sem ger­ir hvern og einn disk ein­stak­an og full­an af karakt­er. Þetta snýst auðvitað um að láta mat­inn njóta sín á fal­leg­um handunn­um disk­um, skapa heiðarlega og ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un sem mat­ar­gest­um finnst sann­ar­lega ein­stök.“

Réttirnir eru bornir fram á íslenskum leirdiskum sem láta hráefnið …
Rétt­irn­ir eru born­ir fram á ís­lensk­um leir­disk­um sem láta hrá­efnið njóta sín í alla staði. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka