Bananabrauð Eyrnaslapa er fullkomið með helgarkaffinu

Bananabrauðið hans Eyrnaslappa hressir og lífgar upp á daginn.
Bananabrauðið hans Eyrnaslappa hressir og lífgar upp á daginn. Samsett mynd

Fyrir helgarbaksturinn er upplagt að baka þetta bananabrauð með yngri kynslóðinni og eiga saman skemmtilegar samverustundir. Bananabrauðið hans Eyrnaslappa hressir og lífgar upp á daginn. Svo er það líka svo gott nýbakað með smjöri og ilmurinn úr eldhúsinu með það er að bakast er ómótstæðilega góður.

Uppskriftina er að finna í Stóru Disney-uppskriftabókinni frá Eddu útgáfu.

Bananabrauðið er ómótstæðilega gott með smjöri.
Bananabrauðið er ómótstæðilega gott með smjöri. Ljósmynd/Gassi

Bananabrauð Eyrnaslappa

  • 200 g hveiti, eða heilhveiti

  • 1 tsk. matarsódi

  • 1 tsk. allrahanda-krydd

  • 100 g púðursykur

  • 2 vel þroskaðir bananar

  • 4 msk. olía

  • 2 egg

  • 4 msk. mjólk

  • 1 tsk. vanilludropar

  • þurrkaðar bananaskífur

  • olía eða smjör til að smyrja formið

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.

  2. Smyrjið 23 cm lang form vel með smjöri eða olíu.

  3. Blandið öllum hráefnum vel saman nema banönum.

  4. Stappið bananana með gaffli og bætið út í blönduna að síðustu.

  5. Hellið deiginu í formið og raðið þurrkuðum bananaskífum ofan á.

  6. Bakið í 40 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er ofan í kemur hreinn upp úr.

  7. Berið fram með smjöri og osti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert