Framundan í byrjun febrúar verður haldin kokteilakeppni Tipsy og Bulleit en hún verður haldin 3. og 5. febrúar. Það verður mikið um dýrðir, þemað í ár verður amerískt og vinningarnir stórglæsilegir að því er kemur fram í tilkynningu frá Tipsý bar.
Allir barþjónar og áhugafólk um kokteila geta tekið þátt og skráð sig til leiks en tólf innsendingar verða valdar í forkeppni mánudaginn 3. febrúar og fimm kokteilar keppa svo til úrslita miðvikudaginn 5. febrúar.
Kynnarnir í úrslitakeppni verða gleðigjafarnir Auðunn Blöndal og Steindi og um tónlistina mun DJ Sóley sjá um með sinni alkunnu snilld.
Í aðalvinning er 200.000 króna gjafabréf hjá PLAY og fjöldi veglegra aukavinninga.
Hver þátttakandi, sem sendir inn kokteil sem uppfyllir skilyrði innsendingar, fær eitt 5.000 króna gjafabréf sem gildir á sex af vinsælustu veitingastöðum Reykjavíkur. Þetta eru veitingastaðirnir Apotek kitchen + bar, Fjallkonan krá & kræsingar, Sushi Social, Sæta Svínið gastropub, Tapasbarinn og Tres Locos.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni eru beðnir að senda á eftirfarandi netfang keppni@tipsybar.is fyrir 1. febrúar næstkomandi
Innsending þarf að innihalda eftirfarandi:
Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðunni hjá Tipsý bar hér.