Matreiðslumeistari sem snýst í mörgu

Axel Óskarsson sér um matinn í ferðum með útlendinga við …
Axel Óskarsson sér um matinn í ferðum með útlendinga við Jökulsárlón. Ljósmynd/Aðsend

Mat­reiðslu­meist­ar­inn Axel Óskars­son er með marga bolta á lofti. Hann rek­ur ferðaskrif­stofu­fyr­ir­tækið I am Ice­land, Bón- og bílaþvotta­stöðina Bíla­dek­ur, grillþjón­ust­una Grilldek­ur.is, veit­ingaþjón­ust­una hjá Golf­klúbbn­um Oddi í Urriðaholti og veit­ingastaðinn Kaffi­vagn­inn á Grandag­arði í Reykja­vík, en Jó­hann Jóns­son, sem var lengi yf­ir­mat­reiðslumaður á Lauga-Ási, er með hon­um í veit­inga­brans­an­um.

„Þú verður að spyrja kon­una mína að því,“ seg­ir hann spurður um hvernig hann hann nái að sinna öll­um þess­um verk­efn­um, en Katrín Ósk Ald­an Gunn­ars­dótt­ir, eig­in­kona hans, sér um fjár­mál­in og bók­haldið. „Ég reyni að gera mitt besta á öll­um víg­stöðvum og dreifa álag­inu. Ég er með gott starfs­fólk á öll­um stöðum og svo er ut­an­um­haldið allt á ein­um stað.“ Hann bæt­ir við að Katrín sjái um skrif­stof­una og hann haldi utan um ferðaskrif­stof­una og sé þar með góða sam­starfs­menn auk þess sem reynd­ir starfs­menn séu á Kaffi­vagn­in­um. „Við Jói sjá­um um dag­leg­an rekst­ur hérna eins og í golf­skál­an­um, vinn­um í eld­hús­inu og þjón­um líka til borðs.“

Skrif­stofa Ax­els, Bíla­dek­ur og Grilldek­ur eru í ná­grenn­inu og hann seg­ist lengi hafa notið veit­inga á Kaffi­vagn­in­um. „Ég hef kynnst því vel hvað þetta er skemmti­leg­ur staður með góða stemn­ingu og þegar mér bauðst að taka við rekstr­in­um lét ég til skar­ar skríða.“

Hefð og reynsla

Kaffi­vagn­inn er einn elsti veit­ingastaður lands­ins, bæði kaffi­hús með til­heyr­andi meðlæti og matstaður. „Við ákváðum að halda í gömlu hefðirn­ar og bjóða upp á klass­ísku fisk­rétt­ina,“ seg­ir Axel um mat­seðil­inn. Þeir fari ró­lega í breyt­ing­ar, end­ur­nýi hús­gögn, tæki og tól sem séu kom­in á tíma og ætli að bæta hægt og síg­andi við nýj­um og skemmti­leg­um rétt­um. Þar á meðal rétt­um sem nutu vin­sælda á Lauga-Ási. „Frægu gratín­fisk­rétt­irn­ir sem þar var boðið upp á eiga skilið að lifa leng­ur.“ Til standi að lengja af­greiðslu­tím­ann sam­fara hækk­andi sól, en nú er opið klukk­an 8:00-20:00. „Það er fátt skemmti­legra en að sitja við höfn­ina á kvöld­in og njóta um­hverf­is­ins og stemn­ing­ar­inn­ar í góðum fé­lags­skap.“ Marg­ir gest­ir hafi haldið tryggð við Kaffi­vagn­inn um ára­bil og þeir vilji halda fasta­gest­un­um og ná líka til nýrra viðskipta­vina. „Við leggj­um áherslu á að Kaffi­vagn­inn er fyr­ir alla ald­urs­hópa.“

Jóhann Jónsson og Axel Óskarsson sjá um reksturinn á Kaffivagninum.
Jó­hann Jóns­son og Axel Óskars­son sjá um rekst­ur­inn á Kaffi­vagn­in­um. Morg­un­blaðið/​Karítas

Axel lærði hjá Guðvarði Gísla­syni, Guffa, á Hót­el Loft­leiðum og út­skrifaðist 2000, en stússið í kring­um mat og mat­reiðslu hef­ur heillað hann frá því að hann út­skrifaðist úr grunn­skóla. „Þá byrjaði ég að vinna í upp­vask­inu hjá Pizza 67 og þar kynnt­ist ég kokk­um sem höfðu þessi áhrif á mig en ég áttaði mig ekki á því fyrr en eft­ir að ég hafði unnið í fiski á Höfn í Hornafirði. Þegar ég kom til baka var ég grjót­h­arður á því að læra kokk­inn og ég var hepp­inn, fékk frá­bæra kenn­ara í eld­hús­inu hjá Guffa.“ Hann bæt­ir við að hann sjái um all­an mat í veiði- og fjalla­ferðum sem hann fari í með ferðamenn. „Öll vinna held­ur mér gang­andi og þetta er allt jafn skemmti­legt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka