Beint: Sindri keppir á Bocu­se d´Or

Sindri Guðbrandur Sigurðsson hefur hafið keppni í Bocu­se d´Or-heims­meist­ara­keppn­inni sem …
Sindri Guðbrandur Sigurðsson hefur hafið keppni í Bocu­se d´Or-heims­meist­ara­keppn­inni sem haldin er í Lyon. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni. Ljósmynd/Bocu­se d´Or

Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, full­trúi Íslands, hóf keppni fyr­ir hönd Íslands á Bocu­se d´Or-heims­meist­ara­keppn­inni í morg­un klukk­an 9 á staðar­tíma. Allt er komið á fullt i eldhúsinu og einbeitningin leynir sér ekki á svip Sindra.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni hér.

Mikil eftirvænting ríkir á staðnum hjá Íslendingum en fjölmargir eru mættir til Lyon til að hvetja Sindra og félaga til dáða. Úrslitin verða kunngjörð seinnipartinn í dag.

Alls eiga tutt­ugu og fjór­ar þjóðir keppn­is­rétt í Lyon eft­ir að hafa unnið til þess í for­keppni í sinni heims­álfu. Bocu­se d´Or-heims­meist­ara­keppn­in er virt­asta keppni ein­stak­linga í mat­reiðslu og er hald­in í Lyon í Frakklandi þessa dag­ana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert