Hinn rótgróni hverfisstaður Kaffi Laugalækur falur

Kristín Björg Viggósdóttir og Björn Arnar Hauksson eiga Kaffihúsið Laugalæk …
Kristín Björg Viggósdóttir og Björn Arnar Hauksson eiga Kaffihúsið Laugalæk og hafar rekið staðinn í liðlega áratug. Kristín segir að það sé góður andinn í húsinu. Ljósmynd/Aðsend

Hinn rót­gróni hverf­isstaður, Kaffi Lauga­læk­ur, er falur en eig­end­ur staðar­ins eru Krist­ín Björg Viggós­dótt­ir og Björn Arn­ar Hauks­son. Þau hafa rekið staðinn í liðlega ára­tug. Kaffi­húsið er við Lauga­læk 74 í Laug­ar­nes­inu í Reykja­vík.

Hjón­in hafa lagt mikla ást í staðinn og þeirra mark­mið ávallt verið að veita per­sónu­lega þjón­ustu.

„Við fjöl­skyld­an vor­um bú­sett í Singa­púr þegar hug­mynd­in um Kaffi Lauga­læk fædd­ist árið 2015. Við höf­um alltaf haft áhuga á mat­ar­gerð og rækt­un mat­væla. Við vor­um iðin við að heim­sækja­alls kon­ar mat­ar­torg, kaffi- og te­búg­arða, kaffi­hús og veit­ingastaði með dætr­um okk­ar er­lend­is. Hug­ur­inn stefndi til Íslands og okk­ur fannst spenn­andi kost­ur að opna veit­inga­hús í Laug­ar­daln­um sem væri líka hverf­ismiðstöð fyr­ir íbú­ana. Mörg­um þótti þetta gal­in hug­mynd, að fara að stofna nýj­an veit­ingastað bú­andi í ann­arri heims­álfu, sem það var eft­ir á að hyggja,“ seg­ir Krist­ín og hlær.

Í anda litla Stokk­hólms

Aðspurð seg­ir Krist­ín að þau hafi viljað sam­eina reynslu sína og þekk­ingu í þess­um geira á sín­um eig­in stað.

„Við vild­um sam­eina margt af því frá­bæra sem við höfðum kynnst í mat­ar­menn­ingu frá því að við bjugg­um er­lend­is í 13 ár og ís­lenskt hrá­efni beint frá býli. Nokkr­ar hug­mynd­ir voru á teikni­borðinu um sæl­kera­versl­un, mat­ar­torg í asísk­um stíl og fleira. Þetta var á þeim tíma sem ferðamannaiðnaður­inn var að springa út á Íslandi en það vantaði staði fyr­ir Íslend­inga. Við vild­um líka hafa staðinn fjöl­skyldu­væn­an því við þekkt­um af eig­in reynslu að ef okk­ar dætr­um líkaði vel við ein­hvern mat­arstað þá feng­ust þær varla til að prófa neitt annað. Listagalle­ríið og um­hverf­isáhersl­ur með 90% flokk­un og fleiru voru í anda litla Stokk­hólms sem Laug­ar­nes­hverfið er stund­um kallað,“ seg­ir Krist­ín og bros­ir.

Kaffi Laugalækur stendir við Laugalæk 74, í Laugarnesinu í Reykjavík.
Kaffi Lauga­læk­ur stend­ir við Lauga­læk 74, í Laug­ar­nes­inu í Reykja­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

Heiðruðu teng­ing­una við Verðlist­ann

Fyr­ir í hús­næðinu var kven­fata­versl­un Verðlist­ans og hafði verið á sölu í um það bil ár.

„Hús­næðið var rúmt og gott með góðum glugg­um. Staðsetn­ing­in er heill­andi í hjarta Laug­ar­ness en þó í ná­lægð við helstu stof­næðir höfuðborg­ar­svæðis­ins, Kringlu­mýr­ar­braut og Sæ­braut. Þar sem versl­un­in hét Verðlist­inn Lauga­læk lá bein­ast við að kalla staðinn Kaffi Lauga­læk. Við höf­um ávallt kallað mat­seðil­inn Verðlista til að heiðra teng­ing­una við Verðlist­ann. Staður­inn opnaði 9. sept­em­ber árið 2016. Við opnuðum einnig gisti­hús á efri hæðinni og leigðum Pylsu­meist­ar­an­um aðstöðu.

Fyrst til að byrja með vor­um við meira kaffi­hús en svo hef­ur mat­seðill­inn stækkað og Kaffi Lauga­læk­ur orðinn kaffim­at­b­ar. Til að byrja með var staður­inn lítið sótt­ur á kvöld­in en nú er mesta um­ferðin í kvöld­mat og fram eft­ir kvöldi. Viðskipta­vin­ir okk­ar segja að Kaffi Lauga­læk­ur sé einn af fáum stöðum sem er op­inn á kvöld­in alla daga og hægt sé tala sam­an á.“

Krist­ín seg­ir að helstu áhersl­urn­ar séu fyrst og fremst að bjóða upp á mat í holl­ari kant­in­um og gerðan frá grunni.

„Við höf­um valið vör­ur beint frá býli og við höf­um ávallt verið með mat sem er í holl­ari kant­in­um og­gerður frá grunni, það hef­ur hald­ist frá byrj­un. Okk­ur þykir vænt um sam­starfið við kaffi­meist­ar­ann úr Laug­ar­nesi með sér­vald­ar baun­ir, sauðfjár­bænd­urna í Skagaf­irði með líf­rænt vottað lamba­kjöt, nauta­bónd­ann úr Hval­f­irði, sil­ungs­bónd­ann í Mý­vatns­sveit, bjór­brugg­ara Laug­ar­dals, bak­ara Laug­ar­ness, kombucha-brugg­ara Laug­ar­dals og græn­met­is­bónd­ann í Mos­fells­daln­um.

Að sjálf­sögðu þurf­um við líka að versla hjá stóru heild­versl­un­um en lyk­il­hrá­efni eru beint frá býli. Kaffið okk­ar er sér­inn­flutt af kaffi­brennsl­unni Kvörn og Læk­ur pil­sner frá Rvk Brew þykir af mörg­um einn sá besti sem fólk hef­ur smakkað,“ seg­ir Krist­ín og bæt­ir við að hún sé stolt af því að hafa getið haldið í þessa sér­stöðu staðar­ins.

Heimilislegt og notalegt er inni á Kaffi Laugalæk.
Heim­il­is­legt og nota­legt er inni á Kaffi Lauga­læk. Ljós­mynd/​Aðsend

Majó bak­ari bak­ar kök­urn­ar

„Eft­ir opn­un upp­götvuðum við að einn af nýju fastak­únn­un­um okk­ar var bak­ari að mennt, Majó bak­ari. Ekki leið á löngu þar til hann var far­inn að baka kök­ur fyr­ir kaffi­húsið og ger­ir enn en hann er með aðset­ur í eld­húsi í Lista­há­skól­an­um í Laug­ar­nesi. Kök­urn­ar hans Majó bak­ara eru mjög ávana­bind­andi, sér­stak­lega gul­rót­arkak­an hans sem fólk kem­ur aft­ur og aft­ur til að fá sér. Við þróuðum með hon­um hrá­köku, holl­ustu súr­deigs- og gerlausa pítsu­botna sem völ er á og veg­an-múff­ur.“

Krist­ín seg­ir að fastak­únna­hóp­ur­inn þeirra sé mjög trygg­ur. „Fyrr á dag­inn kem­ur oft fólk sem hitt­ist í vinnu­tengd­um er­ind­um og vill fá sér gott kaffi eða há­deg­is­mat. Oft koma for­eldr­ar í fæðing­ar­or­lofi og nýta sér barna­hornið. Marg­ir eldri borg­ar­ar koma yfir dag­inn en við höf­um kynnst sum­um svo mikið að við höf­um aðstoðað þau við að kom­ast til lækn­is eða hjálpað þeim við ýmis mál.

Seinni part­inn kem­ur fólk í gleðistund og þar er fastak­únna­hóp­ur­inn þétt­ur. Vina­hóp­ar, sauma­klúbb­ar, fjöl­skyld­ur, hlaupa­hóp­ar, körfu­bolta­fé­lag­ar og for­eldra­hóp­ar, svo fátt sé nefnt, koma svo gjarn­an í kvöld­mat eða hitt­ing eft­ir mat. Við erum með sal þar sem barna­hornið og listagalle­ríið er staðsett sem við leigj­um stund­um út fyr­ir einkaviðburði,“ seg­ir Krist­ín og bæt­ir við: „Fastak­únn­arn­ir þekkja orðið starfs­fólkið vel og gefa þeim jafn­vel hand­prjónaða vett­linga eða smá­kök­ur fyr­ir jól­in sem okk­ur þykir fal­legt.

Mörg pör á fyrsta stefnu­mótið á Kaffi Lauga­læk

Það er ótrú­lega gam­an að hugsa til þess hvað það hef­ur margt gerst á staðnum okk­ar. Við þekkj­um nokk­ur pör sem fóru á fyrsta stefnu­mótið á Kaffi Lauga­læk og eru nú gift og eiga börn. Rit­höf­und­ar hafa skrifað bæk­ur hjá okk­ur, hand­rit af þátt­um hafa verið skrifuð, viðtöl tek­in upp, vin­skap­ur mynd­ast, bón­orð kveðin upp og margt fleira.“

Við áætl­um að um 90% viðskipta­vina séu heima­menn. Marg­ir eru úr hverf­inu því það er vissu­lega hent­ugt að geta gengið heim eft­ir að hafa fengið sér einn öl eða tvo.

Staðsetn­ing staðar­ins hef­ur mikið að segja að mati Krist­ín­ar en Lauga­læk­ur er aðal­gata meðversl­un­ar­kjarna, kjör­búð, Pylsu­meist­ar­ann, Mat­land, bakarí, Lista­há­skól­ann, fisk­búð og ísbúðir þannig að það er skemmti­lega flóru að finna á þessu svæði. Einnig er stutt í helstu sam­gönguæðar áfram í fleiri hverfi.

Kaffihúsastíllinn er ríkjandi á staðnum.
Kaffi­húsa­stíll­inn er ríkj­andi á staðnum. Ljós­mynd/​Aðsend

Eins og að ala upp barn

Nú hafi þið ákveðið að selja, hvernig til­finn­ing er það að selja stað sem þið hafið hlúð að í nærri ára­tug?

„Allt hef­ur sinn enda en við höf­um unnið mjög mikið í rekstr­in­um sjálf, sér­stak­lega Krist­ín, und­an­far­in ár. Að eiga fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki er eins og að eiga barn og ala upp, svo þarf að geta sleppt tak­inu. Við breytt­um fata­versl­un í veit­ingastað það var helj­ar­inn­ar verk­efni. Við höf­um oft rekið okk­ur á en alltaf staðið upp og reynt að bæta okk­ur og þróa. Kaffi Lauga­læk­ur er einn vin­sæl­asti staður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu og oft mjög mikið að gera. Okk­ur finnst við hafa skilað okk­ar og nú mega aðrir taka við æv­in­týr­inu. Það eru góð tæki­færi fyr­ir nýj­an aðila í stækk­andi hverfi með vin­sæl­an stað,“ seg­ir Björn meyr.

„Það er góður andi í þessu húsi, Verðlist­inn var rek­inn þarna í 50 ár á sömu kenni­tölu, Kaffi Lauga­læk­ur í níu ár á sömu kenni­tölu. Við höf­um verið mjög hepp­in með starfs­fólk sem við erum óend­an­lega þakk­lát fyr­ir. Marg­ir starfs­menn hafa unnið hjá okk­ur í mörg ár,“ seg­ir Krist­ín og bæt­ir við að þau muni sakna viðskipta­vin­anna og starfs­fólks­ins.

En mikið af þeim tengsl­um mun halda áfram. Við erum til­bú­in fyr­ir næsta kafla og von­um inni­lega að ein­hver geggjaður rekstr­araðili komi og haldi áfram góða and­an­um. Við þökk­um stuðning frá fastak­únn­um og ná­grönn­um sem hef­ur verið ómet­an­leg­ur. Það hef­ur sann­ar­lega skap­ast gott and­rúms­loft á staðnum og góður vin­skap­ur. Án þessa sam­fé­lags væri staður­inn ekki sá sem hann er í dag,“ segja Krist­ín og Björn að lok­um.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert