Brómberja- og döðlujógúrt fyrir sælkera

Fallegur morgunverður borinn fram í fallegu glasi á fæti. Brómberja- …
Fallegur morgunverður borinn fram í fallegu glasi á fæti. Brómberja- og döðlujógúrt í handa Jönu. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur, betur þekkt undir nafninu Jana, kann að gleðja sælkera með dásamlegum morgunverði sem fangar augu og munn.

Á dögunum gerði hún þetta brómberja- og döðlujógúrt og toppaði það með sætum valhnetum og hunangi sem er dýrðlegt að njóta sem fyrstu máltíð dagsins en getur líka sómað sér vel sem eftirréttur.

Hægt er að fylgjast með Jönu á Instagram-síðu hennar hér.

Ávallt gaman að gleðja sælkerann með ljúffengum morgunverði sem fangar …
Ávallt gaman að gleðja sælkerann með ljúffengum morgunverði sem fangar augað. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Brómberja- og döðlujógúrt toppað með sætum valhnetum og hunangi

Fyrir 2

  • 1,5 bolli af epla og kanil jógúrt eða jógúrti sem þú kýst (400 ml)
  • 10 döðlur, steinlausar, skornar í litla bita
  • 2 msk. hampfræ
  • ½ bolli frosin brómber
  • Sætar valhnetur til skrauts, sjá uppskrift fyrir neðan

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið allt vel saman.
  2. Skiptið jafnt í tvö falleg glös.
  3. Toppið með sætum valhnetum og jafnvel smá auka hunangi.
  4. Jógúrtin mun litast fallega af brómberjunum sem þiðna fljótlega. 

Sætar valhnetur

  • 10 valhnetur
  • 1 msk. akasíuhunang
  • 1/3 tsk. kanill

Aðferð:

  1. Setjið valhnetur, hunang og kanil á pönnu.
  2. Hitið á miðlungs hita og hrærið vel öllu saman í um 5 mínútur.
  3. Kælið og toppið jógúrtblönduna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert